Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Rafmagnað hár (15 álit)

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég slétti oftast á mér hárið en það verður venjulega svo rafmagnað. Hvað get ég gert?

Þessi korkur (4 álit)

í Geimvísindi fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Er ekki málið að eyða þessum korki? Þá meina ég “Áhugaverðar síður…”. Eigum við ekki bara að nota tenglana í staðinn? Er annars einhver tilgangur í þessu?

Framhaldsskólar (6 álit)

í Skóli fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Jæja, ég er búin með eitt ár í þeim framhaldsskóla sem ég er í. Ég er að hugsa um að klára annað árið þar líka, og skipta svo um skóla haustið 2007 og fara í einhvern góðan skóla á höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki alveg klár á hvað mig langar til að læra endanlega, en ég er á málabraut núna og líkar það nokkuð vel og býst við að ég haldi áfram á henni. Nú veit ég ekki hvaða skóli gæti hentað mér best og vonast til að fá góðar hugmyndir frá ykkur hugurum. Í honum þarf að vera góð kennsla og...

Nýtt áhugamál! (85 álit)

í Hugi fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Það vantar áhugamál sem byrjar á A.

Nöldur dagsins (26 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Mér leiðist. Það er ekkert í gangi á netinu. Ég nennti ekki út í kvöld afþví ég er að fara að vinna í fyrramálið. Ég get samt ekki farið að sofa strax. Það er ömurleg mynd á Stöð2. Mér finnst Halle Berry vera léleg leikkona. Mér leiðist! Ég er að spá í að fara að grenja mér til skemmtunar.

Lucy DeVille (4 álit)

í Sápur fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Hefur einhver hlustað á þetta? Þetta er hljómsveit sem leikkonurnar sem leika Lil og Sindi eru í ásamt einhverjum kalli. Ég verð að segja að ég bjóst ekki við mjög miklu, en VÁ ég hef sjaldan heyrt jafn mikið drasl á ævi minni. Þær eru rammfalskar greyin :') www.lucydeville.com

Væl dagsins? Mögulega. (68 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Mér finnst ég alltaf vera að missa af einhverju. Það er gríðarlega óþægileg tilfinning. Mér finnst vinir mínir vera komnir miklu lengra í lífinu heldur en ég. Þau eru í alvarlegum samböndum, að flytja að heiman, læra eitthvað virkilega áhugavert, í góðum skólum, leika í kvikmyndum, spila á tónleikum, eru afburðamenn í íþróttum, eiga skemmtilegt félagslíf eða eitthvað annað. Á meðan geri ég ekki neitt. Ég stefni ekki neitt í lífinu. Ég get ekki einusinni gert neitt af þessu sem ég taldi upp!...

Eyða óþarfa (16 álit)

í Hugi fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Enn og aftur er tölvan mín að væla yfir því að ég hafi fyllt harða diskinn á henni. Ég er með tvo harða diska, C tekur 21,2 GB og D tekur 14,1 GB. Af einhverjum ástæðum er C alltaf fullur. Ég geymi tónlistina mína á C, og hún er bara 7,5 GB. Myndir eru bara um 400 MB. Ég er semsagt ekki alveg klár á hvaðan restin af þessu kemur, og ég veit ekki hverju ég get eytt út. Getur einhver sagt mér hvernig ég get fundið út hvar þessi auka GB eru?

Símhringingar (43 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Jæja fólk. Ætliði að deila með umheiminum hvaða lag þið eruð með sem hringingu á símanum ykkar? Ég skal byrja. Ég er með Nokia tune afþví ég er með SE síma. Ehehehehehe… geðveikt fyndin. Þegar ég fæ sms heyrist svo djúp karlmannsrödd segja: “Ég þrái þig… eigum við að elskast?”

Hahaha (12 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Hefur einhver tekið eftir því að það er ennþá verið að auglýsa Reykjavík Rokkar hátíðina, þó henni hafi verið aflýst?

Könnunin (6 álit)

í Sápur fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Hahahaha, talandi um misheppnaða könnun…

Könnunin (2 álit)

í Íslensk Tónlist fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Hahaha, ég sendi þessa könnun inn svona tveimur vikum áður en MT byrjuðu… kjánalegt. Allavega megið þið meta valkostinn “Er að taka þátt í fyrsta skipti núna” sem að þið hafið tekið þátt í ár.

Lag? (Jess!) (0 álit)

í Hugi fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Hvað heitir hljómsveitin og lagið í Tuborg auglýsingunni?

Þýðingar (13 álit)

í Hugi fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Veit einhver hvar á netinu ég get fundið síðu sem getur þýtt frá ensku yfir á dhivehi eða öfugt? Ég er búin að reyna google, en fann ekkert.

Nýi vefstjórinn (25 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Jæja, er búið að fletta af hulunni? Lumar einhver á upplýsingum um nýja vefstjórann?

Næntís (36 álit)

í Hugi fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Getiði bent mér á einhver góð lög frá tíunda áratugnum? Ég er í smá nostalgíufíling.

Nöldur dagsins (42 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Ég var að borða kvöldmat áðan, en svo truflaði bróðir minn mig og fór að tala eitthvað við mig. Þá missti ég einbeitinguna og beit óvart í fingurinn á mér, tók semsagt feil á honum og matnum. Það var ógeðslega vont og mér er ennþá illt. Ég er meiraðsegja með sár eftir þetta óundirbúna sjálfsát mitt.

ERL DL (8 álit)

í Hugi fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Teljast skrár sem eru sendar á msn sem erlent niðurhal? En ef það er sent erlendis frá?

Kosningasjónvarpið (15 álit)

í Hugi fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Er einhver síða þar sem maður getur séð hver staðan er í minni sveitarfélögunum? Þetta kosningasjónvarp er ekki að gera sig, það er bara talað um höfuðborgarsvæðið og þessi borði neðst er í ruglinu.

Haha (15 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Rétt í þessu er vörubíll með stóran pall aftaní að keyra um götur sveitafélagsins míns. Á pallinum eru yngri mennirnir í X-D með stomp og pallurinn er með fullt af bláum blöðrum og læti. Ég verð að segja að þetta finnst mér besta “kosningaherferðin” í ár. (Ég myndi samt aldrei kjósa Sjálfstæðisflokkinn)

10,000 days - Tool (8 álit)

í Rokk fyrir 18 árum
Það var verið að benda mér á eitt svolítið áhugavert. Ef maður hlustar á Viginti Tres, svo á Wings for Marie og mixi það svo með 10,000 days kemur út nýtt lag. Þetta passar einhvernveginn saman. Eða einsog viðkomandi benti mér á, lögin “fullkomna hvert annað”. http://www.megaupload.com/pt/?d=IJID8EB2 dl hér.

Lífsstíll (10 álit)

í Lífsstíll (gamli) fyrir 18 árum
Hver ætlar að segja mér muninn á lífsstíl og tilveru?

feis (11 álit)

í Skóli fyrir 18 árum
Langaði bara að deila því með ykkur að ég náði öllu og fékk meira að segja 10 í Þýsku 103. Takk fyrir.

Vírusvörn (8 álit)

í Hugi fyrir 18 árum
Ég er með vírusvörn sem heitir eitthvað Trend Micro OfficeScan, og núna rétt í þessu segist hún vera “Out of date”. Firewallinn slökkti líka á sér og ég get ekki kveikt á honum aftur. Hvað er í gangi? Gæti verið að þessi vírusvörn sem ég er með hafi verið eitthvað tímabundin?

Afturgöngur (8 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum
Finnst engum öðrum frekar ógeðslegt þegar það er verið að tala um að þessi eða hinn tónlistarmaðurinn eigi að “rísa upp frá dauðum”?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok