Gaman að benda á það að skopmyndin af Ariel Sharon, er augljóslega gerð ef málverki Francesco Goya, sem sýnir guðinn Krónos (sem gegnir líka nafninu Satúrnus) borða börnin sín, eftir að hann heyrir spádóm um að eitt barna hans eigi eftir að steypa honum af stóli. Eitt barnanna komst undan, og var það einmitt hann Seifur kallinn, sem steypti föður sínum af stóli seinna, og tók völdin á Ólympusfjalli. Þetta málverk Goya, er líka stundum notað til að merkja byltingar, sb: “Byltingin borðar börnin sín”.