Ég fékk martröð í nótt þar sem voru ógeðslegar risastórar pöddur og ég man hvað ég öskraði og öskraði í draumnum. Svo varð það allt betra í næsta draumi á eftir, því mig dreymdi að ég væri kvenkyns Harry Potter og það var gífurlega svalt. Annars er ég hræddust við fljúgandi skordýr. Mér er nokkuð sama um húsflugur og fiðrildi og svona, en þessi stærri, randaflugur og slíkt fá mig til að gráta bara við tilhugsunina. Einhverntímann var ég á Portúgal og það flaug svona risastór kakkalakki eða...