Neinei. Málshættir eru þegar maður notar eina málsgrein, án þess að breyta henni. T.d. “Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi”. Orðatiltæki er þegar maður bætir t.d. nafni inn í orðatiltækið, breytir föllum, tölum eða kynjum til að aðlaga það viðkomandi tilefni. T.d. “Jón fékk sér kríu eftir matinn”. Þarna er orðatiltækið “að fá sér kríu” notað. Vona að þetta hafi útskýrt eitthvað fyrir þér :P