Ég bý á heimavist, og það fer tæp milljón á ári alls í það. Vistin, mötuneytið, annar matur, heimferðir… Við getum sótt um dreifbýlisstyrk, en hann er samt bara 100þús á ári. Það er frekar erfitt að fá vinnu, þar sem ég bý ekki á sama stað á virkum dögum og um helgar, svo þetta er allt mjög dýrt. Samt er ég í ódýrasta heimavistarskólanum á landinu. Og þegar ég sé krakkana í skólanum sem búa ennþá hjá foreldrum sínum, eiga alltaf mat í ísskápnum, geta fengið hjálp við heimanámið, kúrt hjá...