Góðan dag

Ég ætla nú að láta mína hugmynd komast á framfæri því í gærkvöldi 14. mars rétt uppúr klukkan 01:00 var spjall í gangi á Rás 2(já ég hlusta á Rás 2 því það er smá breyting frá sömu l0 lögunum sem snúast í hringi á öðrum útvarpsmiðlum) og voru þar
Menntamál Ríkisins tekin fyrir útaf því að ríkið er að greiða með hverjum nemanda sem þreytir próf ef nemandinn lætur ekki sjá sig tapar skólinn upphæð sem hefur á við 7 stöðugildi kennara.

Nú eru hugmyndir uppi um að reyna að slaka á þessu reyna að fynna hvað sé virkilega verið að fara að nota við námið. (Þið mættuð fara að pæla í því að taka Dönsku kennslu út sem skildugrein í grunnskólum!) Danskan er hvað minnst notuð því það skilur enga þessa blessuðu harðmældu tungu okkar þarna syðra. Allavegana nám er eitthvað sem ríkið græðir alltaf til baka ef þú lesandi góður ferð í nám færð afbragðs einkunn þá áttu von á afbragðs starfi við þá grein sem þú ert búinn að mennta þig í og sjálfssögðu laun sem skilar inn skattpeningum til ríkisins.

Til þess að byrja með þá þarftu að ganga í skóla segjum 4 til 5 ár eftir því hvað þú ert að fara að gera og þú náðir ekki samræmduprófunum. þá er það Fornám eða upptök úr 10 bekk svo þú getir haldið áfram. Meðal skólaganga nemanda sem er:

Skólagjald 30. til 40.þús. krónur ~ 35.000 kr. önn
Bækur og ö/ritföng 15. til 40.þús ~ 30.000 kr.
Samtals inní skólan og tilbúinn til náms ~ 100.000 kr. árið

Tökum inní reikninginn að nemandi þarf fæði og fararkost í og frá skóla:

ATH útreikningar eru slumpreikningar ekkert gildi í þeim bara miðviðun hvað hver og einn gæti verið að borga. Viðkomandi gæti verið að borga meira eða minna eftir því hversu löng skólavist er á degi og hvort viðkomandi sé alla daga.

Fæði

Íslenskur nemandi lætur ekki sjá sig í framhaldsskóla í dag með “Nesti að heiman” gert á hótel mömmu og borgað af þeim ekki séns þá er viðkomandi kominn með stimpilinn Nörd eða Lúser eða guð má vita hvað. Matur í mötuneytum skólana er að fara á einum degi frá ~700 krónum með eitt skipti sumir eru til klukkan 18:00 á daginn semsagt 10 tíma vinnudagur sem gefur okkur 3 til 4 ferðir í sama mötuneitið á DAG !

Matur í mötuneiti ~ 700/skipti * 3 ~ 1400 kr.
Vikan ~ 1400 * 5 ~ 7000 kr.

Farakostur

Strætó er að bjóða farkosti um allan bæ með einskonar skólakorti. Samt alls ekki heillandi fyrir nemendur með “Stíl” og reputation einsog gullgyðjan Silvía Nótt myndi segja það. Nemandi þarf að vera með sinn einkabílstjóra + glæsikerru. Hver man ekki efti ofurmeikuðu 16 ára pæjuni sem faldi sig undir hettu og vetlingum þegar var stigið frá strætóinum eða Ofursvala rapparanum með buxurnar á hælunum sem segir djö… og cool við sjálfan sig 50 sinnum á dag svo skömmustulegur að sitja í strætóskýli og láta sér bjóða það að bíða eftir einhverju eins lélegu og Gulri beyglu með gamlan fausk undir stýri. Nei það er alls ekki í þeirra nafni. En Strætó BS er með rafrænt skólakort á tilboði til nemanda á 27.900 kr. og gildir eitt skóla ár.

Ef nemandi hinnsvegar á sinn farkost sem er að verða allgengara. Bílarnir þurfa stæði sem er af fáum skammti hjá Skólum landsins yfirleitt er lagt uppí andyrinu svo viðkomandi sé með stæði pott þétt. Viðkomandi þarf ekki að fara eins snemma af stað á bílnum og svona smá plúsar hér og þar. En þetta kostar miklu meira en bara það. Bíllinn er all versta fjárfesting sem til er á þessu landi sem og í öðrum löndum. Hægt er samt að fá fínasta bíl fyrir 100.þús.kr. svo kemur kostnaður:

Bíll 1300 vél ~ 100.000 kr.
Tryggingar ~ 48.600 kr. þessa 9 mánuði (viðmið 5400 kr/mán)
Dekk ~ 5.000 kr./stk * 4 ~ 20.000
Bensín ~ 3.800 kr./áfylling sem dugar í þessa 5 daga ( 3800 * 4 = 15.200 mán * 9 mán = 136.800)
Olía ~ 800 kr./L
Smurning ~ 9.000 kr./ 10.000 km fresti
Skoðun ~ 5.700 kr./skiptið
Annar kostnaður ~ 5.000 kr. (Rúðuvökvi, frostlögur, slit}
Samtals ~ 325.900 krónur á skóla önn

Munurinn á milli strætó og einkabíls eru 88% sem segir að nemandinn getur verið 11 ár(ELLEFU ÁR) í námi sem er farið með strætó sem segir að viðkomandi geti tekið Framhaldskóla og Háskólanám og enþá verið undir kostnaði miðað við Einkabíls mátan.

Vandamálið

Við vitum öll um að það eru þarna nemendur sem koma til með að hætta áður en tveir mánuðir eru liðnir. Þetta er bara staðreynd segir Skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. 1 nemandi af hverju 10 hættir áður en önnuni er lokið og þreyta því ekki próf. Í þeim skóla eru að meðaltali 1100 nemendur sem gefur okkur að 110 nemendur eru ekki inní myndini voru aldrei inní henni og maðurinn er svo kaldur að segja að það er ekki hægt að laga þetta. Þessi maður á ekki heima í pólitík það skal ég segja þér kæri lesandi. Sá sem er að fara í framboð til einhvers þarf að láta draum fólksins rætast þessi á allvega ekki heima þar.

Vandamálið er þannig orðið að þjóðfélagsvanda einn nemandi verður að mörgum þúsundum ef sama dæmið rekur á bakka um ókomna framtíð.

Vandamálið er ekki bara fólgið í nemandanum. Alls ekki. Kennarinn sér um að örfa hugan, vekja athygli og forvitni. Sumir kennarar kunna það bara hreynlega ekki. Sá kennari sem er með bók við hönd sem er fast skorðuð sjónarmið einhvers höfundar sem hafði áhuga á að vekja athygli á máli eru oft þverhníftar á einni hlið en við vitum flest að það eru tvær hliðar á einu máli. Kennarar þurfa að halda dampi og vera liprir ekki bara ég veit því ég er búinn að læra við erum öll með í kennslustund og við lærum öll eitthvað nýtt sem hefur gerst ósjaldan í tímum hjá okkur öllum.

Lausnir

Maður kom í útvarpinu og nefndi nokkrar lausnir sem hafa verið í könnun.

Ein er slík að fá mann sem er búinn að vera í vinnu við Rafeindavirkjun, Málun, Múrun, Smíði o.s.frv.Meta hann hvað hann er búinn að gera, handbragðið sé skoðað og eiginleikarnir notaðir sem einingar í komandi námi og það sem vantar uppá skellt á hann ef viðkomandi vill fara í námið.

Sumir koma til með að verða fúlir yfir þessari hugmynd því maðurinn sem púlaði í skóla fyrir því að geta unnið við þetta og kanski seinna meir starfrækt fyrirtæki á sviðinu er á sama reit og hinn sem fékk stuðning og alúð frá ríkinu.

Hugmyndin mín

Ég byrjaði á því að nefna það að þegar nemandi fer á vinnumarkaðinn með sitt prófskírteini og fær laun miðað við það sem skilar skattpeningum í ríkissjóð því fleirri sem ljúka prófi því fleirri fá hærri tekjur og ríkið fær enþá meira fyrir sinn snúð.

Hugmynd mín er sú að nemandinn vinnur á sumrin til að eiga fyrir komandi skólagöngu. Þetta er fastur liður í þjóðfélaginu að fara í sumarfrí nota það til vinnu og síðan aftur í skólann. Nemandinn kemst ekki hjá því einsog kerfið er í dag að borga skatt af þessum peningi sem hann púlaði fyrir allt sumarið. En hvernig væri ef það yrði reiknaður einhver afsláttur sem myndi renna aftur til nemandans á þeim degi sem nám hæfist. Greiðslan gæti verið ein heild fyrir báðar annirnar eða sitt í hvoru lagi eða einu sinni í mánuði einsog laun en tilgreindur sem ríkisframlag til náms.

Önnur hugmynd væri sú að búa til einskonar skattaþrep í einhvern bundinn tíma segjum 10 ár til að geta farið að byggja stoðir fyrir þessum vanda. Peningarnir færu í sjóð sem myndi safna vöxtum og síðan myndi útgreiðsla til allra nemanda í framhaldskóla í landinu hefjast að fullum krafti . Þetta myndi gera Framhaldskólastigið í þessu landi það allra besta sinnar tegundar í heiminum myndi ég halda

Kostir:

Nemandinn er síður þunglyndur því það eru til peningar.
Nemandinn getur sett sig 100% fram við námið.
Hann þyrfti ekkivinna en getur það samt. og afslátturinn á sumarskattinum því ekki skerðast.

Samantekt á kostnaði til náms:

Strætó leiðin
Skólaganga m/bókum: 100.000 kr.
Skólakort Strætó BS: 27.900 kr.
Fæði: 252.000 kr.
Samtals: 379.900 kr. (4 ár = 1.519.600)

Einkabíllsleiðin:
Skólaganga m/bókum 100.000 kr.
Bíllskostnaðurinn: 325.900 kr.
Fæði: 252.000 kr.
Samtals: 677.900 kr. (4 ár = 2.711.600)

Síðan veltir maður fyrir sér af hverju bankarnir eru að hlaupa á eftir nemendum hægri vinstri.