Það er einmitt ólöglegt að spila bingó, í tilefni þess ætlar Vantrú að halda bingó á Austurvelli kl 2 í dag. Í fyrra sýndu þeir líka kvikmynd á hádegi, en það er bannað fyrir tvö á þessum degi. Fáránlegt að gera svona upp á milli trúarbragða. Úr stjórnarskránni: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Jafnir fyrir lögum? Ég sé ekkert jafnrétti...