Ég fer á taugum þegar ég sé randaflugur. Þær eru bara svo stórar og feitar, og ég get ekki hugsað rökrétt eða neitt, beygi mig bara niður og geri svona klígjubendingar með höndunum og hleyp í skjól. Ég hef skemmt tvo síma sem ég hef átt með því að fleygja þeim ósjálfrátt þegar ég heyrði í randaflugu. Ég meika ekki þessi dýr. Og svo er ég lofthrædd. Ég get ekki farið í nein tívolítæki, fer bara að grenja af hræðslu. Það getur verið frekar asnalegt, þegar það eru fimm ára krakkar við hliðiná...