Fólk virðist ekkert fatta af hverju þetta blessaða reykingabann er að fara í gang..

Það er ekki verið að þröngva upp á reykingafólk að þau verði að hætta að reykja á djamminu eða kaffihúsum eða slíku heldur er verið að reyna að bæta heilsu fólks sem vinnur á skemmtistöðum.
Ég hef sjálfur verið að vinna á kaffihúsi og svo líka á skemmtistað niðrí bæ og maður finnur alveg fyrir því ef maður er að vinna heilan dag í reykingarmökk. Ég á erfiðara með að anda og finnst það óþægilegt auk þess sem að fötin manns og maður sjálfur lyktar frekar illa.

Ég studdi þetta bann reyndar ekki fyrst því mér fannst asnalegt að taka þennan stóra hlut úr skemmtanalífi fólks sem er einmitt þessar fyllerísreykingar á djamminu en svo fattaði ég að þessar breytingar eiga ekki eftir að gera neitt svakalega mikið heldur mun þetta vera óþægilegt fyrst en svo verður þetta bara venjan aftur eftir einhverjar vikur.

Ég reyki ekki sjálfur nema þegar ég er nógu fullur og vitlaus til þess að gera það

Semsagt bannið er komið til að draga úr heilsutapi starfsfólks skemmtistaða og kaffihúsa og svo þarf Ísland líka að fylgja Evrópskum stöðlum um vinnuöryggi sem þetta bann er hluti af.

Pælið samt líka í því að kannski lækkar verð á skemmtistöðum vegna þess þeir þurfa að borga minna vegna þess að færra starfsfólk verður veikt.