Mér finnst svo leiðinlegt þegar viðskiptavinirnir ætlast bara til að ég viti hvað þeir ætla að kaupa. Er að vinna í kjörbúð þar sem tóbak er selt. Kom ein kona um daginn og sagðist vilja fá einn pakka af Marlboro. Ég sýni henni pakkann (til að vera viss um að þetta sé rétta tegundin) og hún kinkar kolli, svo ég slæ þetta inn í kassann. Þá hreytir hún í mig: “Nei ég vil Marlboro Light!”. Ég biðst afsökunar og eyði út færslunni, næ í pakka af Marlboro Light, slæ honum hann og rétti henni. Þá...