Ég held að allir þeir sem eru svona rosalega óánægðir með stjórn og skipulag Kynjakatta ættu að gefa sig fram við stjórnina. Það vantar alltaf fólk til aðstoðar. Það gera fæstir sér grein fyrir hvað það er mikil vinna sem fylgir því að setja upp sýningarnar. Og þessi vinna er öll gerð í sjálfboðavinnu og því miður, mjög fáir sem nenna að hjálpa til. Þessi vinna lendir alltaf á alltof fáum einstaklingum. Og svo þegar að eitthvað fer úrskeiðis þá nöldra þeir sem nenntu ekki að aðstoða. Brettið...