já. Þegar ég var lítil hlustaði ég bara á það sama og bróðir minn, sem var..Nirvana, Metallica og flr. Síðan um svona 9 ára aldurinn fór ég bara að hlusta á það sama og vinkonurnar sem ég get nú aðalega talið sem píkupopp en þegar ég var í 8.bekk fór ég að pæla í því hvað sú tónlist væri ótrúlega leiðinleg. Síðan þá hef ég haldið mig við rokkið og líkar það bara ágætlega.