Jæja góðan daginn eða kvöldið eða hvað sem klukkan er hjá þér þarna bakvið skjáinn. Ég heiti Pétur Gunnarsson og ég ætla að skrifa um áhuga minn á tónlist og hvað ég hef verið að hlusta á.



Aldur 0-9 ára.


Ég byrjaði ekki mikið að hlusta á tónlist fyrr en ég varð kannski fjögurra ára. Þá hlustaði ég reyndar mest á svona ,,krakkamússík“, en samt var rokkið aldrei langt í burtu. Uppáhalds lagið mitt var ,,það má ekki pissa bakvið hurð” man samt ekki alveg hvað það heitir eitthvað um hvað fullorðið fólk sökkar og eitthvað þannig. Ég held að það lag hafi sýnt hvað ég er mikill rebel. Nei kannski ekki alveg en mér fannst þetta lag mjög svo skemmtilegt. Já þetta tímabil einkenndist af þessari krakkamússík og svo kannski smá af píkupopps tónlistarsmekk systur minnar sem maður komst varla hjá. T.d var FM uppáhalds stöðin mín þegar ég var 7-9 ára. En ég skammast mín mikið fyrir það tímabil.



Aldur 10-12

Eitthvað á ég erfitt með að muna hvað ég var að hlusta á þessum árum. En ég man samt nokkrar hljómsveitir sem voru mér kærar. Ég hlustaði á P.O.D sem kannski einhver man eftir. Ég hlustaði á Linkin Park og Rammstein og jafnvel Offspring. Þetta tímabil var kannski það ,,harðasta" eða rokkaðasta í sögu minni. Þótt að flestar þessar hljómsveitir eru svona popp/hart rokk wannabe eitthvað. En þetta var skemmtilegt og í tísku á sínum tíma og ég sé nú ekkert það mikið eftir að hafa hlustað á þetta popp/hart rokk dót.


Aldur 13


Þetta tímabil einkenndist mest af einni hljómsveit. Nirvana . Ég las ævisögu Kurts Cobain ég átti alla diskana með Nirvana og ég nauðgaði þeim öllum. Ég gekk meira að segja það langt að skrifa grein um Nirvana sem var fyrsta greinin mín inná huga.is. http://www.hugi.is/rokk/articles.php?page=view&contentId=2564695
Þarna fyrir ofan má nálgast hana. Aðrar hljómsveitir sem einkenndu þetta tímabil hjá mér eru: Led Zeppelin, Red Hot Chili Peppers, Hives, White stripes, Deep Purple til þess má geta að ég fór á Deep Purple þegar þeir komu til landsins.



14 ára

Tónlistin sem ég hlustaði á breyttist um jólin 2005. Þá fékk ég diskinn Funeral með Arcade Fire. Snilldar diskur þar á ferð. Ég fór þá alltaf meira og meira að hlusta á Indie. H>urray!. Svo fór ég á Franz Ferdinand tónleikana og síðan á tvo Sigur Rós tónleika á árinu. Og uppúr því hélt ég mikið upp á Sigur Rós. Hér eru hljómsveitir sem ég hélt mikið uppá á mínu fjórtánda ári: Bloc Party, Franz Ferdinand, Hives, White stripes, Deep Purple, Hot Damn System of A Down, Bítlarnir, Bertel, Jimi Hendrix, Aerosmith, Red Hot Chili ,Kings of Leon, Green Day, David Bowie, Queens Of The Stone Age, Hölt Hóra, AC/DC, Jet, Arcade Fire, Sigur Rós, Pink Floyd og svo Arctic Monkeys. Og svo undir lokinn þá hef ég uppgvötað Sufjan Stevens. Snilldar gaur.



Þetta var minn tónlistarsmekkur. Vonandi skemmtuð þið ykkur vel meðan þið lásuð þetta. Annars geturðu bara farið að grenja :D