Ég hef reyndar bara mína reynslu sem samanburð, en hjá mér var þetta allavega svona: Það er talað um hluti eins og fordóma og gagnrýna hugsun, sem kemur (að mínu mati) nútíma samfélagi mun meira við en kristin siðgæði. Gaurinn sem sér um þetta er algjör snillingur, og hópurinn minn eins og hann lagði sig var bara ekkert nema snillingar. Svo er maður líka alveg frjáls til að ferma sig seinna ef maður vill, en svona færðu allavega umhugsunarfrest.