Ég svaf einu sinni yfir mig og varð orðinn klukkutíma of seinn í skólann. Ég nánast hljóp í skólann og var varla einu sinni búinn að klæða mig þegar ég var kominn út og á leiðinni í skólann. Svo þegar ég mætti, var stofan læst og ég hugsaði “shiiiiit… Það hefur örugglega verið einhver ferð eða eitthvað í dag” Svo fór ég inná kennarastofuna að láta vita að ég væri kominn, og þá var mér sagt að það væri frí útaf kennarafund eða e-h…