Þú getur varla spurt svona spurninga og búist við að fá almennilegt svar. Nema kannski frá fólki sem segir þér að fara í þann skóla sem það er í eða eitthvað álíka. Skólaval þitt fer alveg eftir einkunum þínum, hvar á landinu þú ert, hvað þú ert að fara að læra og hvaða skóla þú gætir fallið best inn í. Ég fór til dæmis í Kvennó en fann mig ekki þar. Fór síðan í Ms og er að fíla þann skóla í botn. Og svo eru aðrir sem elska kvennó og enn aðrir sem eru ekki að finna sig í MS. Þannig ég segi...