Og ég ætla núna að loka augunum og segja þér það heimskulegasta, sorglegasta og no-win situation hlut sem ég hef nokkurntíma sagt.
Ég elska þig. Ég elska allt við þig, brúngrænu augun þín, húðina, hárið, hvernig þú labbar, stendur, situr , hlærð, grætur, hugsar, hvernig þú ert í heildina, ég elska allt.

Ég er svo ógeðslega fokking ástfanginn af þér að ég er síðustu vikuna búinn að búa til god knows what mörg ljóð, sögur, allt tengt eikkeri fokking heimskulegri unglingaást sem ég er bara að bíða eftir að hverfi en ætlar ekkertað farað gera það, og ég HEF elskað þig frá því daginn sem við spjölluðum annað sinn á msn, ég var bara stunned, ég gat ekki trúað því hve skemmtileg og frábær og yndisleg þú varst, ert,
og hve mikið við höfum sameiginlegt, og allan tíman meðan Hann var dauður nóttina var ég bara horfandi á þig og hugsandi aftur og aftur vá vá vá vá vá vá .
og shit hvað ég veit að þetta er umþaðbil sorglegasta leiðin til að segja þér þetta en ég er bara búnað fá nóg, búinn að fá nóg af endalausu nóttunum hugsandi um þig og hvert skiptið sem ég reyni að koma þér í gott skap og vil bara segja þér hve mikið ég elska þig og hve mikið ég vil halda utan um þig og kyssa þig og vera með þér að eilífu.

Ég gæti vel trúað því að þú viljir ekkert tala við mig meira, bara svona flýja aðstæðurnar eins og flestir myndu gera, en ég virkilega vona ekki, því mér finnst þú svo skemmtileg, og ég vil vera eins mikill partur af lífi þinu og þú villt leyfa mér. Ég hata sjálfan mig fyrir að senda þér þetta og láta þér líða verr, en það er betra en að þú vitir það ekki.

Á fótboltaleiknum hélt Hann utan um þig, það var þá sekunduna sem hausinn á mér bara varð tómur af reiði, öfundsýki, löngun, mig langaði helst að berja Hann og drepa Hann , og ég elska Hann nánast eins og bróður. Ég ætla ekki að sýna þér allt ruglið sem ég er búnað skrifa um þig, þa væri svona klukkutíma lestur.

Bara…ég elska þig, núna og að eilífu, þó ég vona ekki, fyrir okkur bæði…

True blindness is not wanting to see.