Þennan sólbjarta dag 30 maí fékk ég þá flugu í hausinn að skrifa grein um band sem ég hef verið að hlusta mikið á undanfarið og bandið sem varð fyrir valinu eru piltarnir í Akercocke sem hafa verið að geta sér gott orðspor í metalnum í dag. Akercocke var stofnað árið 1997 í London af gítarleikaranum og söngvaranum Jason Mendonca og trommuleikaranum David Gray, sem höfðu áður verið í Salem Orchid, og spila einhvernskonar Progressive death/black metal. Þeir eru hvað þekktastir fyrir satanisma...