Akercocke Þennan sólbjarta dag 30 maí fékk ég þá flugu í hausinn að skrifa grein um band sem ég hef verið að hlusta mikið á undanfarið og bandið sem varð fyrir valinu eru piltarnir í Akercocke sem hafa verið að geta sér gott orðspor í metalnum í dag.

Akercocke var stofnað árið 1997 í London af gítarleikaranum og söngvaranum Jason Mendonca og trommuleikaranum David Gray, sem höfðu áður verið í Salem Orchid, og spila einhvernskonar Progressive death/black metal. Þeir eru hvað þekktastir fyrir satanisma og fínan klæðaburð á tónleikum, en hann stafar af því að þeir vilja spila frábæra tónlist og því vilja þeir endurspegla það í hvernig þeir klæða sig.
Akercocke gáfu út sína fyrstu plötu, Rape the Bastard of Nazarene, árið 1999 og naut sú plata mikillar vinsælda í underground metalsenunni á Bretlandi og fengu útgáfusamning við útgáfufyrirtækið Peaceville Records.
Ekki leið langur tími þar til þeir gáfu út meistaraverkið The Goat of Mendes og þá fyrst fóru hjólin að rúlla og þeir byrjað að túra með böndum á borð við Morbid Angel og Cephalic Carnage. Árið 2003 kom út platan Choronzon og urðu aðdáendur fyrir hálfgerðum vonbrigðum enda erfitt að toppa þá fyrri en þó er hún alls ekki alslæm og hún er einnig oftast sú fyrsta sem fólk hlustar á þegar það ætlar að kynna sér þá því hún er kannski mest “mainstream” af plötunum þeirra. Og sú plata er einnig sú fyrsta síðan þeir byrjuði hjá Earache Records.


Stuttu eftir Chronozon hætti gítarleikarinn Paul Scanlan en seinna gaf David Gray þá yfirlýsingu að hann hefði verið rekinn fyrir að vera ekki að leggja allt sitt í bandið og ekki með sama hugarfar og stefnu annarra meðlima. Í hans stað kom Matt Wilcock sem er líklega þekktastu fyrir að hafa verið í áströlsku industrial grind hljómsveitinni The Berzerkir.
Words That Go Unspoken, Deeds That Go Undone kom út í október 2005 og er að mínu mati ein af betri metal plötum samtímans og fær meðal annars 8.5/10 hjá Metal Storm, 5/5 hjá Play.com, 8.5/10 hjá Metal Observer og 9.5/10 hjá Nocturna Horde. Þeir fóru á túr með með Mortician og norsku dauðarokkurunum í Blood Red Throne.

Það er ekki styttra síðan en í fyrradag (28. maí) sem þeirra fimmta plata kom út og
nefnist hún Antichrist og er hún jafnframt þeirra seinasta plata hjá Earache Records þar sem samningurinn var bara þrjár plötur. Þar sem hún lak á veraldarvefin fyrr en 28. maí eins og gengur og gerist hefur mér tekist að hlusta á hana og hún er vægast sagt rosalega góð, samanstendur af djúpum guttural growlum, góðum clean söng og öflugum riffum. 17. janúar hætti skyndilega Peter Theobalds vegna persónulegra ástæðna en Peter Benjamin kom í staðinn sem er kannski þekktastur fyrir að vera gítarleikari í Belgísku Funeral Doom hljómsveitinni Pantheist.

Ég hvet alla til að skoða þetta band, sérstaklega þá sem fýla Atheist, Samel og Rotting Christ.

“Akercocke proves that Satan still has the best music”


Heimildir: www.wikipedia.org
www.akercocke.com
eitthvað sem ég man

Takk fyri
Born to Raise Hell