Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 36 ára kvenmaður
1.508 stig

Re: Plötur

í Gullöldin fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Ég held að foreldrar mínir eigi þessa Meat Loaf plötu. Annars þarf ég að fara að skoða safnið aftur og finna eitthvað nýtt, ég er alltaf að uppgötva nýja tónlistamenn og finn alltaf eitthvað í safni heimilisins :P Kannski tek ég svona mynd þegar ég fæ nýja myndavél :)

Re: Besta íslenska plata EVER !

í Gullöldin fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Ó já, hún er snilld!! Ég elskaði þessa plötu þegar ég var lítil! (hlustaði alltaf á vínyl plötur áður en við fengum okkur geislaspilara og þangað til reimin slitnaði :S)

Re: Safnið

í Gullöldin fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Vá, nokkuð gott safn ;) Ég á 12 af þessum og einn á vínyl (eða ég, systir mín og pabbi minn - tel það allt eigur mínar :P)

Re: John Coltrane

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Ég spila ekki á saxófón en mig langar í tenorinn hans *slef* Hann er nokkuð góður. Ég held að ég eigi einhver lög með honum í tölvunni.

Re: Köttur sem mjálmar endalaust!

í Kettir fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Er hann að biðja um eitthvað?

Re: Greinar

í Hugi fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Nei takk Óþarfi að vekja aftur upp stigahórurnar hérna. Það er líka flestum frekar sama um þessi stig.

Re: World Trade Center

í Tilveran fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Í mörg ár hafa börn í þróunarlöndum dáið úr hungri á hverjum degi. Og það er okkur að kenna (vesturlöndum) Er einhverntímann talað um það?

Re: 11sept "ofmetinn"

í Tilveran fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Ég hef einmitt verið að pæla í þessu. Það er búið að tala um þetta núna nýlega eins og þetta hafi verið mesta hörmung mannkynsins. Svo er enginn að pæla hvað margir dóu (og deyja) í Írak, Ísrael og Líbannon. Svo ég tali nú ekki um þróunarlöndin, sem enginn virðist hafa áhuga á lengur.

Re: Hvað gleður í september?

í Tilveran fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Jeii! :D

Re: Hvað gleður í september?

í Tilveran fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Til hamingju með að vera að fara til Húsavíkur :D Ég verð eiginlega að gera svona lista líka (annan betri en áðan) - Ég er að fara heim á morgun - ÉG ER AÐ FARA HEIM Á MORGUN! - ÉG ER AÐ FARA HEIM Á MORGUN!!!! - Ég er að fara að hitta vini mína :D - Ég er að fara að fá myndavél þegar ég kem heim :D Góður dagur :)

Re: Hvað gleður í september?

í Tilveran fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Haha :D Ægishjálmur er tákn, galdrastafur.

Re: Hvað gleður í september?

í Tilveran fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Haha :D Alltaf jafn gaman að þessu nicki :P Hvernig fattaðirðu það?

Re: Tri-tone

í Klassík fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Æ, já … Stækkuð ferund … Ég er farin að ryðga í þessu. En hvað var verið að tala um sexund?

Re: Hvað gleður í september?

í Tilveran fyrir 18 árum, 12 mánuðum
- Ég er byrjuð í skólanum - Ég er byrjuð í tónskólanum - Ég er búin að kynnast nokkrum nýjum í skólanum - Vinir mínir eru æði - Vöðvabólgan mín er að byrja að fara :D

Re: Django Reinhardt

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Ég er svo sammála þér með The Wall. Ég þarf nærri því að pína mig til að hlusta á hana alla. En myndin er góð! Bara þetta eina lag sem ég elska, bara tilfinningalegar ástæður ;)

Re: Rigning!

í Tilveran fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Ég elska rigningu! Samt helst ekki vind með, svona útlensk rigning er best :D

Re: Auxiliary Verbs

í Skóli fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Ég veit reyndar ekkert hvað allt heitir í málfræði á ensku en þetta eru örugglega svona hjálparsagnir. Hugsaðu bara hvað þér finnst vanta í setninguna.

Re: Django Reinhardt

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Alveg sammála, ég hef bara elskað þetta lag síðan ég heyrði það. Ég í alvörunni hlustaði á það allt aftur og aftur í 2 vikur (og þetta er ekki stutt lag) Uppáhalds hlutarnir mínir eru fyrst þegar laglínan kemur (búið að vera bara eitthvað lágt brass og svo byrjar stefið allt í einu) og svo í endann þegar það eru bara einhverjir hljómar sem ég elska. Ég get eiginlega ekki útskýrt það. Samt er The Great Gig In The Sky eiginlega meira í uppáhaldi hjá mér. Og reyndar líka Is There Anybody Out...

Re: Office pakkinn

í Windows fyrir 18 árum, 12 mánuðum
En ég var búin að setja þetta allt upp. Það var ekkert eftir … Smá erfiðleikar með að fá diskinn því hann er frekar langt frá mér …

Re: Tri-tone

í Klassík fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Er það ekki minnkuð ferund?

Re: Píanó

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Ok … ég var bara að hugsa um nóturnar sjálfar. Ég hef nefnilega séð nótur í guitar pro hjá systur minni og þær eru svo tónfræðilega vitlausar að þær eru nánast óskiljanlegar. Bjálkarnir enda stundum bara, fara yfir taktstrik og brjóta bara eiginlega allar reglur. En það er kannski bara ég sem er svo mikill tónfræðinörd og get ekki notað svona ;)

Re: Django Reinhardt

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Einmitt. Ég keypti mér í sumar Atom Heart Mother og Meddle svo ég hlusta mest á þær. Atom Heart Mother Suite er svo flott!

Re: Sven Asmudsen

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Ég hef einmitt líka hlustað aðeins á þá og flest er einhverskonar popp. Ég heyrði eitt lag sem gat talist blúsað, en mér finnst það ekki næg ástæða fyrir að kalla þá blús hljómsveit. Queen, Deep Purple, Pink Floyd, Rolling Stones o.fl. rokkhljómsveitir geta verið mjög blúsaðar og eiga nokkur lög sem eru bara blús, en samt er þetta allt flokkað sem rokk. Þess vegna finnst mér að Supertramp flokkist frekar undir popp …

Re: Django Reinhardt

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Fyrir svona ári ofnotaði ég þetta lag. Ég geri það með mörg lög. Ég var alveg búin að fá ógeð af því og svo núna finnst mér það aftur æðislegt :)

Re: magni fór heim!!!!!!!!!!

í Músík almennt fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Já, hann átti ekki að fara í þessa rusl hljómsveit. Hinsvegar er ég mjög ánægð með hvað hann hafði gott af þessum þætti.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok