Ég er að fara að fjárfesta mér í glás af effectum í sumar og hugsaði þar af leiðandi með sjálfum mér:,, Er ég virkilega að fara að nenna að bera þetta allt saman í bakpoka eða innan á magnaranum út um allt?". Ekki séns. Svo ég ákvað að fara alla leið og smíða mér ekki bara pedalborð heldur smíða kassa undir allt heila klabbið. Ég hóf á því að teikna upp ca. hvernig þetta ætti að líta út og lesa mér til á internetinu. Ég fann franska síðu sem hjálpaði heilmikið, hér, og skoðaði einnig mikið...