Ég er að fara að fjárfesta mér í glás af effectum í sumar og hugsaði þar af leiðandi með sjálfum mér:,, Er ég virkilega að fara að nenna að bera þetta allt saman í bakpoka eða innan á magnaranum út um allt?". Ekki séns. Svo ég ákvað að fara alla leið og smíða mér ekki bara pedalborð heldur smíða kassa undir allt heila klabbið. Ég hóf á því að teikna upp ca. hvernig þetta ætti að líta út og lesa mér til á internetinu. Ég fann franska síðu sem hjálpaði heilmikið,
hér, og skoðaði einnig mikið af hönnunum hjá hinum og þessum hardcase framleiðendum í heiminum.

Kassinn sem ég smíðaði var 40x60x17 cm að utanmáli og ég notaði 12mm krossvið, þar sem að hann er sterkari en samsvarandi spónarplata og tekur þar af leiðandi minna pláss. Það vill svo til að ég er tengdur trésmiðju, þannig að ég fékk efniviðinn ókeypis(sem annars er hægt að fá á stöðum eins og byko eða Húsasmiðjunni) sem og tæki og tól.

Hjá mér er kassinn heftaður saman og límdur, honum snúið upp á rönd og hann sagaður á borðsög, ca 2 cm frá brúninni til þess að gera pláss fyrir spennurnar, því ekki viljum við skrúfa þær fastar í hliðina á krossviðnum, þar eð hann getur klofnað, og þá er kassinn fokkt að e-rju leyti. Ef aðgangur er enginn að loftheftibyssu eða borðsög, er hægt að hafa plöturnar þykkari(um 20mm) og negla þær fastar með mjög litlum(30mm) ásamt því að líma.

Það sem tók við eftir smíðina var að lakka kassann. Til þess valdi ég hvítt húsgagna Lady lakk. Það fæst í Húsasmiðjunni á ca 1000 krónur. Ég lakkaði tvær umferðir og leyfði lakkinu að snertiþorna á milli.

Á meðan kassinn var að þorna fór ég inn og bjó til stensla í photoshop. Ég prentaði þá út og fór að föndra :P
Svo þegar að kassinn var þornaður tók ég svart sprey og spreyjaði stenslana á.

Ég leyfði kassanum að þorna yfir eina nótt, og hófst svo galvaskur handa næsta dag við það að kaupa teppi og líma það á. Teppið sem ég valdi var ekki of fínt en ekki of gróft, og ég notaði um 5m af teppalímbandi við að líma það niður á botn kassans míns. Ég fékk það og borðana sem ég festi neðan á pedalana mína í Húsasmiðjunni(það er góð búð, sérstaklega ef maður er með viðskiptavinaafslátt :=) ). Því næst skrúfaði ég spennurnar á. Skrúfurnar sem ég notaði voru 20mm tréskrúfur(fást út um allt). Auk þess skrúfaði ég handfang á eina hlið

Ég fór í verksmiðju Listadúns og fékk þar svamp sem var 40x60x10 og límdi með lími í topp efri hluta kassans til þess að pedalarnir færu ekki allir á fleygiferð innan í kassanum á meðan hann væri á ferð.

Ég ákvað að fá mér ekki 2mm álvinkla á hann, þar sem að ég er einfaldlega ekki nógu þolinmóður til þess að saga þetta og bora göt, ásamt því að kaupa þetta frá Málmtækni, sem yrði einfaldlega allt of dýr pakki. Það sem samt alveg geranlegt, eins og ég lýsti frekar snaggaralega hér fyrir ofan, kaupa eftir máli frá Málmtækni, fara með heim og bora ca 4 sinnum á langar hliðar, og 3svar á stuttar hliðar með jöfnu millibili, hvoru megin á vinklinum.
Auk þess er kassinn alveg nógu sterkur og óþarfi að gera þetta.

Til þess að ljúka kassanum límdi ég neðan á brettið 7 gúmmífætur(fjóra í hverju horni og 3 í miðjunni), svo að brettið færi ekki á fleygiferð þegar ég stígi á það.

Voílá!
Myndir:
http://www.nfmh.is/~david/bretti001.jpg
http://www.nfmh.is/~david/bretti002.jpg
http://www.nfmh.is/~david/bretti003.jpg
http://www.nfmh.is/~david/bretti004.jpg

Allt í allt tók þetta svona 20 tíma með þornunartíma. Ég á þó eftir að setja e-ð á hornin á kassanum til þess að verjast skaða enn frekar. Ég vona að ég hafi komið þessu frá mér í sem skiljanlegustu formi, og vona að einhver ykkar reyni þetta þó síðar verði, þetta er gaman ef maður hefur gaman af því að skapa, sem ég býst við því að flestir listamenn geri ;).