Það sem mér finnst allra verst að það er ekki bara kerfið sem er blint á þetta heldur að ættingjar, vinir og nágrannar vita oft af svona en gera ekki neitt. Þegar ég var um 14 ára gömul lenti ég í því að stelpa sem ég var að kynnast fór að segja mér frá ofbeldi sem hún varð fyrir af höndum föður síns. Andlega, líkamlega og kynferðislega. Ég vissi náttúrulega ekkert hvað ég ætti að gera og reyndi bara að vera vinkona hennar og hlusta á hana og reyna að hjálpa henni þannig. Svo skildu leiðir...