Eyðimerkurblómið Ég er nýbúin að lesa Eyðimerkurblómið og get ekki annað sagt en ég hafi orðið fyrir alveg gífurlegum vonbrigðum með þá bók. Það sem ég hef heyrt frá öðrum þá eru allmargir á sama máli.

Mig hefur lengi langað til að lesa hana en hún var alltaf úti á bókasöfnum og á endanum var ég að hugsa um að kaupa hana. En ég fékk hana lánaða hjá vinkonu minni áður en til þess kom og varð ansi fegin eftir lesturinn. Þó bókin kosti aðeins um 1500 krónur þá hefði mér fundist alger peningasóun að kaupa þesssa bók.

Waris Dirie finnst mér einkar óáhugaverð og frekar leiðinleg og tja bara frek persóna. Finnst vera algert væl í gegnum bókina. T.d þegar hún bað frænda sinn um að gefa sér skó en hún fékk ekki fínustu gerð heldur bara einhverja venjulega og ódýra þá bara trompaðist hún í stað þess að vera þakklát fyrir þó eitthvað og skór voru ekki mjög algengir þarna í eyðimörkinni. ( Greinilega ekki vottur af Pollýönnu í henni ).
Svo t.d þegar hún flúði úr eyðimörkinni og fékk að búa hjá systur sinni og svo einhverjum frænkum sínum þá gerði hún lítið annað en að kvarta undan því að þurfa að sjá um börnin á heimilinu og sjá um að halda því hreinu.
Ef ég flytti til einhverra ættingja minna þá myndi ég ekki búast við fríu uppihaldi og að ég mætti bara sitja á rassgatinu að hafa það notalegt. Einnig þegar hún flutti frá systur sinni þá gerði hún sér ekki lítið fyrir og kvaddi… nei nei hún bara labbaði út og lét systur sína ekkert vita og bankaði upp á hjá einhverri frænku sinni.

Einnig finnst mér margar frásagnir ansi skrautlegar eins og þegar bróðir hennar stal einhvern tíman síðasta matarbitanum af henni þá gerði hún sér bara lítið fyrir og stakk hann í lærið með hníf. Svo seinna í bókinni þegar hún átti að giftast þá til að “dreifa huganum” fór hún að lumbra á litla bróður sínum.

Kv. catgirl