Allt í lagi, ekkert að því að hafa sjálfstæða skoðun á jafn umdeildum málefnum og þetta er. Það sem ég vildi vekja athygli á með mínu svari til þín er það, að mjög margir foreldrar nota áfengi reglulega og margir hverjir mjög illa og það bitnar á börnunum, þó svo að þú sért ekki ein af þeim. Að sjálfsögðu á að hlífa börnum við því að horfa upp á foreldrana í annarlegu ástandi og foreldrar eiga að taka hlutverk sitt sem uppalendur og uppfræðendur alvarlega. Ég á ekki börn og vil því ekki taka...