'eg ætla aðeins að fræða ykkur um Muse.
Allt sem ég skrifa fékk ég á www.virtue.nu/muse
Official síðan þeirra er www.muse-official.com

ATH! ‘Eg biðst fyrirfram afsökunnar á stafsetningarvillum sem ég hef ekki tekið eftir.

Fyrir tíu árum fluttu foreldrar Matt, Dom og Howards í sjávarþorpið Teignmouth, Devon. Ef maður er 13-18 ára er þetta algert helvíti að þeirra sögn, það var ekkert hægt að gera nema hanga, hlusta á tónlist og reykja.
Þegar þeir voru 13 ára gamlir birjuðu þeir að spila saman og eftir nokkur ár varð hljómsveitin Muse til, þeir birjuðu að spila reglulega og reyndu að fá að spila hvar sem þeir gátu. Það var þó hægara sagt en gert þar sem þetta var pínu lítill staður 250 mílur frá London. Næsti pöbbinn var Cavern (bæjarpöbbinn), en hann var alltaf tómur og það var náttúrulega ekki nóg. Þeir spiluðu þó á hundruðum smápöbba (að þeirra sögn), en þar var aðeins gamalt fólk sem vildi hlusta á gamla sixties hittara. Allir vinir þeirra voru farnir í háskóla og þeir voru einir eftir í lélegri vinnu og á skítkaupi. Þeir voru ekki alveg að meika það og urðu að fá plötusamning einhversstaðar og eins og margar hljómsveitir byrja byrjuðu þeirra einmitt þannig. Þeir voru svo heppnir að fá saming hjá Taste Media fyrirtækinu og eftir það fengu þeir að spila á smærri hátíðum eins og 1998 In The City. Þar náðu þeir athygli tveggja amerikana og var boðið á CMJ í New York. Eftir geðveika tónleika á Mercury Lounge fóru hjólin að snúast fyrir alvöru í bretlandi.
Aðeins tveimur vikum síðar fóru þeir aftur til ameríku og spiluðu inn á plötu hjá Santa Monica Pier, þá Motor í þýskalandi, síðan Naive í frakklandi og síðast fyrir Mushroom, bretlandi. Eftir fimm ára streð tókst þeim að fá fjóra plötusamninga á aðeins tveimur mánuðum.
Seinna tóka umboðsmaður Radiohead eftir þeim og bauðst til að hjálpa þeim því hann hreifst svo að tónlistinni þeirra eins og flestir aðrir.
Fyrsta almennilega lagið sem sló almennilega í gegn var Uno. Það komst inn á Top-75 í bretlandi.
Nú hafa þeir gefið út tvær plötur: Showbiz og Origin Of Simmetry. Showbiz er fyrri platan og inniheldur meðal annars lögin Muscle Museum (sem komst inn á íslenska listann) og Uno. Orygin Of Simmetry kom út í sumar og inniheldur t.d. Newborn og Hyper Music. ’Eg held að þau séu best þekkt hér á landi en er þó ekki viss.

Muse eru óhræddir við skoðannir markaðarins og ætla bara að halda áfram að semja góða tónlist.

Matt: “I can´t predict what´s going to happen. It´s all to do with the alignment of the planets. Anything could happen. That´s what´s good about it.”

Muse eiga eftir að ná langt.

Takk, psi.
“Hættu að horfa á fingurinn, horfðu þangað sem hann bendir”