Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Afi (1 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Þegar pabbi segir mér fréttirnar: “Hann afi þinn dó í dag.” Kem ég varla upp orði, Trúi þessu ekki, eða vil ég ekki trúa þessu? Svo sé ég að mamma grætur, Þá munar litlu að ég brotni niður. En ég verð að vera sterk. Mamma þarf á miklum stuðningi að halda. Svo reyni ég af öllum mætti að halda grátnum inni, En ég get það ekki Og ég brotna í þúsund mola.

Litli engillinn minn (3 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum
Einu sinni var hér lítill engill, En nú er hann ekki hér. Hann horfin er til betri heima, Það nú hver sér. Litli engillinn minn, Sem ég unni svo heitt. Horfin er til betri heima, Því get ég ekki breytt.

Vinarkveðja (4 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum
Þegar ég horfi á þig í kistunni Ryfjast upp fyrir mér allar góðu stundirnar Sem við áttum saman. Ég finn volgt tárið renna niður kinnina, Þú ert farin- ég sé þig aldrei aftur- Eina sem verður eftir eru minningarnar, Minningar um vináttu okkar Og allar stundirnar sem við áttum saman, Góðar og slæmar. Mundu það bara elsku vinur- Þar sem þú liggur svo hreifingarlaus og kaldur Að þú verður vinur minn að eilífu- Við sjáumst að mínu lífi loknu Og höldum áfram vináttu okkar þar.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok