Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

WorldDownfall
WorldDownfall Notandi síðan fyrir 20 árum, 7 mánuðum 31 ára kvenmaður
266 stig
We're all mad here 

Re: Hvernig á að semja ljóð

í Ljóð fyrir 11 árum, 11 mánuðum
Ef þú vilt skrifa hefðbundið skaltu kynna þér reglur sem gilda um ákveðinn hátt. Ef þú ákveður að semja ferskeytlu þarftu að fylgja nákvæmlega bragfræðireglum hennar, sem og sonnettu, hæku (sem ég mæli með, hún er auðveld), fornyrðislag eða hvað sem er. Aftur á móti skiptir innihaldið meira máli en umbúðirnar. Ef þú treystir þér ekki til að fylgja bragfræðireglum má alveg jafn auðveldlega semja undir óhefðbundnum hætti. Þar gilda engar reglur eða form, aðeins tilfinningin. Gott ráð er að...

Re: Fönix staðsetning?

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum
Var einmitt að hugsa það. Annað hvort kálfann eða á bakið. Þarf að hugsa þetta betur. Væri samt kúl að vera kálfafuglaböddís.

Re: Þriðja gráðu bruni.

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum
Haha Barbapabbi væri snilldar cover up. Annars vona ég að þetta sé ekki það illa farið.

Re: Fönix staðsetning?

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum
Ágætis pæling. Já, ég held að hann væri flottari í lit, aðalspurningin er hvort ég myndi fá leið á því frekar en svarthvítu. En það skiptir svosem kannski engu. Þakka hugmyndina.

Re: Fönix staðsetning?

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum
Haha við sjáum nú til með Zapdosinn. Hitt er hugmynd, reyndar ekkert svo sniðugt þar sem ég er kona sem myndi lenda í veseni með magatattú við hugsanlega óléttu, en það er svosem ekkert víst. Þakka hugmyndina.

Re: "nýtt"

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum
Eitthvað sem pirrar mig við sjálfa setninguna, veit ekki alveg hvað það er. Ábyggilega kommuleysi eða eitthvað. Annars finnst mér tattúið kúl, og speglahugmyndin er sniðug. Til hamingju með flúrið.

Re: Fyrsta flúrið

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum
Nokkuð svalt. Sjálft tattúið sést samt illa í svona webcam gæðum.

Re: götin mín.

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum, 1 mánuði
Þú berð þetta vel. Fíla tunnellokkinn.

Re: Vetrarhríð

í Ljóð fyrir 12 árum, 1 mánuði
Haha, öö, jájá. Sendi þér skilaboð.

Re: smettið á mér.

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum, 1 mánuði
Haha ekkert mál.

Re: smettið á mér.

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum, 1 mánuði
Það er nú gott. Viðkvæmt svæði, maður hefði alveg búist við einvherju. En kúlkúl, töff gat.

Re: smettið á mér.

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum, 1 mánuði
Fíla vertical labretið (og reyndar allt saman). Var einu sinni með svoleiðis sjálf, í svona þrjá daga. Þá var komin ógeðsleg sýking og læti í það (tek það fram að það var heimagert og mjög heimskulega að því staðið). Hefur ekki verið neitt vesen á þínu?

Re: hún er á föstu

í Rómantík fyrir 12 árum, 1 mánuði
Þú átt alltaf séns. Spurningin er bara hvort almenningsálit skipti þig máli.

Re: Nafli

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum, 1 mánuði
Er það bara ég eða rakarðu hárin þarna í kring? Hættu því maaaaaang. Annars kúl stöff.

Re: Vetrarhríð

í Ljóð fyrir 12 árum, 1 mánuði
Takk fyrir það. Ég samdi það, ég birti ekki annarra manna verk án þess að geta höfundar.

Re: Hvernig á að hætta með manneskju?

í Rómantík fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Í guðana bænum, manaðu þig bara upp og hittu grey drenginn. Ekkert ömurlegra en að vera sagt upp í gegnum sms eða facebook. Hittu hann bara, sestu niður með honum og segðu eitthvað á þá leið að þú hafir verið að hugsa að þér finnist þetta ekki vera að ganga lengur og þig langi ekki til þess að vera bundin í sambandi lengur. Í versta falli fer hann/þið að grenja, þið knúsist og svo bara búið.

Re: síðhærður strákur

í Tíska & útlit fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Haha ég skil. Sé fyrir mér mann með fljúgandi froðuhár. Áhugavert.

Re: síðhærður strákur

í Tíska & útlit fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Haha dudewat

Re: Heimþrá

í Ljóð fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Ég skil. Jújú, enskan hentar oft betur í textagerð. En ég mæli með því að reyna fyrir þér í íslenskunni líka. Þó það sé bara til gamans gert er það skemmtileg reynsla og getur hugsanlega hjálpað í hinu líka :)

Re: Heimþrá

í Ljóð fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Haltu því áfram ef þú hefur áhugann, það er virkilega skemmtilegt þegar manni tekst vel upp. Mér finnst líka ferlega skemmtilegt að grúska í allskonar bragarháttum og reyna að yrkja eftir þeim, mér finnst það einhverneigin stærri afrek þegar það tekst vel. Allavega mæli ég með því að þú haldir áfram, þetta er góð byrjun sem gæti orðið að einhverju frábæru :)

Re: Requiem

í Ljóð fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Takk fyrir það :)

Re: Heimþrá

í Ljóð fyrir 12 árum, 2 mánuðum
“..veröldin var veruleikafirrt” Ógeðslega kúl lína. Fíla þetta ágætlega, þarf að fínpússa bragarháttinn ef þú vilt yrkja hefðbundið, en ekkert sem skiptir miklu máli. Gott stöff.

Re: Sálfræðingur

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Ég er eldri en 18, en ég fór um daginn og borgaði 10 þúsund kall (sem mér finnst fáránlega hátt gjald). Stéttafélögin borga stundum eitthvað af kostnaðinum, þó það séu skilyrði hjá þeim sem ég alltént uppfyllti ekki. Annars hjálpaði sálfræðingurinn mér ekki neitt, en það getur vel verið að hann hjálpi þér. Hringdu bara á heilsugæsluna og pantaðu þér tíma. Ef þú gerir það sjálf og borgar annað hvort á staðnum eða gefur upp þínar upplýsingar ætti ekki að vera nokkur ástæða til að láta foreldra...

Re: Pæling

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Ósammála þeim fyrir ofan mig. Mér finnst þetta ágætis hugmynd, ekki sú frumlegasta en það skiptir bara engu máli ef þetta er það sem þig langar í. Það eina sem ég myndi benda þér á er að það er erfitt að fela svo stórt tattú á úlnliðnum, nema með því að vera alltaf í langerma sem nær niður á hendi. Þetta getur skapað vandamál í tengslum við atvinnu, t.a.m. ef þú ætlaðir þér að vera þjónn eða annað slíkt. Fyrir utan það segi ég go for it, þetta er ekki þægilegasta staðsetningin en hún er flott :)

Re: Er þetta nálægt því að vera rétt?

í Ljóð fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Sér hún hann og segir vá. - hér gætu háin verið stuðlar, en líka essin. Þetta er í öllu falli ofstuðlun. Svo hár hennar hann strók - að hafa þrjú há þarna er ekki að gera sig. Séu háin stuðlarnir eru þau tveimur of mörg í þessari línu. Séu essin stuðlarnir þarftu að breyta einhverju þannig að hrynjandin sé rétt. Miðað við rétta hrynjandi er “svo” forskeyti og getur þar með ekki verið stuðull. Sónar hún nú út í smá. - Þetta er allt í lagi, en væri þægilegra ef seinni stuðullinn væri framar,...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok