Fann þennan gamla texta í tölvunni og ákvað að setja hann hingað. Man ekki eftir að hafa gert hann, enda er ekki ólíklegt að hann hafi setið þarna í felum í nokkur ár.


Heimþrá

Ég heimsótti land þar sem tunglið stóð kyrrt
í svarthvítu veröldin var veruleikafirrt
Þar skiptu þeir fólki í raðirnar tvær
Strákaröð, og hin fyrir þær.
Þar þrældómur, djöfulheit biðu barna
heimgöngu þeim var af eigendum varnað.
Þeir dældu úr brunni hins fátæka manns
enginn þorði að hrópa þar “stans!“

Ég stóð útí tungsljósi, útfjólublár.
Þurrkaði af hvörmum mér mánans köld tár
Sem hröpuðu af himni og gáfu mér ró
Meðal jafningja var ég, og þó.
Á guð sinn þau trúðu og treystu honum
fyrir sjálfum sér, og eigin dætrum og sonum.
Ég reri yfir silkihaf klæddur í mold
gegnsætt var orðið þá mitt hold.

Ég heimsótti land þar sem tíminn var sljór
til baka í lífið ég seinlega fór.
Þar verkjaði fólk sáran visna í sál
sem í líkama ungum var þjáð.
Útrunninn var æskunnar ljómi
þau skildu ekki hví þau þurftu að lifa í lúnu tómi.
Ég kveikti þar eld og þau yljuðu sér
(en) þau vildu ekki fara með mér.

Ég sneri til baka í minn eigin heim
(og ég) sá hann loks skýran með augunum tveim.
Ég bjóst við að hann myndi vera mér vin
í eyðimörk vonarleysis.
En enginn mig þekkti, og enginn mig mundi
Sögðu að ég hefði vaknað af löngum, værum blundi.
Skrítið að hugsa, ég það ekki skil.
Mig dreymdi án þess að vera til.