Hmm, ég á náttúrulega 1 par sem ég nota svona dags daglega. Svo á ég eitt par íþróttaskó. Svo á ég nokkra strigaskó sem eru bara inni í skáp, ég nota þá ekki nema í e-a skítavinnu, því þeir eru dálítið slitnir og tilvaldir í það. Einnig á ég sandala, eina svona með góðri festu, bandi að aftan og svona, og svo eina sem eru bara festir með tábandi að framan, sem ég notaði á Kanarí. Ég held að þetta sé skóflotinn minn…