Ekki allt starfsfólk… Í fyrra, þá var til dæmis skemmtilegur gangavörður, sem heitir Helga, en allir kölluðu hana ömmu, og hún var í leikjum með okkur í frímínútum, t.d. að kasta krökkum út í snjó og svona, það var fjör :} Svo bauð hún okkur heim til sín í vor, í grillveislu, það var líka gaman :} En, ég veit ekki hvort hún er enn að vinna í skólanum, því að hún fékk bolta í hausinn og heilahristing í vor :{ En ef hún er að vinna, þá er hún ekki hjá okkur, því skólastýrurnar vilja það ekki :{