Ummmm, fyrst var ég með fangamarkið mitt sem notendanafn, en ákvað að breyta því. Ég var með fetish fyrir færeysku á þessum tíma, og var harðákveðinn að fá færeyskt nafn. Ég fór á leit.is eða e-ð, og leitaði að síðu með færeyskum texta, fann eina, og leitaði í henni. Þar sá ég í fljótu bragði tvö orð sem mér leist á, vansi, og floga. Mér fannst floga (geisladiskur) vera of stúlknalegt, svo að ég valdi vansi.