Hvernig veistu að það er ekki sama vesen með þennan spilara sem þú linkaðir á? Af því að það koma aldrei hjálparkorkar um hann? iPod er vinsælasti spilarinn, það eiga hann mun fleiri en aðra spilara, þannig að það er ekkert nema eðlilegt að það komi fleiri hjálpar eða nöldurkorkar um hann heldur en aðra spilara. Sjálfur á ég iPod nano, hef átt síðan í september, og hann virkar fínt, virkar alveg eins og nýr.