Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Trotsky
Trotsky Notandi síðan fyrir 20 árum 2 stig

Re: 738

í Flug fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Það er JetX (c/s Jetbird) sem flýgur fyrir Heimsferðir, voru áður að fljúga fyrir IceExpress áður en FlyHello tók við.

Re: Iron Maiden - Seventh Son of a Seventh

í Metall fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Fínt hjá þér Zweppy, takk kærlega fyrir áhugaverða lesningu um disk sem ég var búinn að gleyma. Nú þarf ég að finna hann sem fyrst því öll lögin söngla í hausnum á mér eftir lesningu á þessari grein þinni. Frábært, takk. Trotsky. Ps. McBrain er góður, en Harris er snillingur.

Re: Hörmungar WWII sem fáir vita um...

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Fín grein Signor Lecter. Alltaf gaman að lesa um atburðina frá öðrum hliðum. Það er alltof mikið um einhliða áróður, sérstaklega í fréttum nútímans. Eins og einhver benti á hér fyrir ofan, sigurvegarinn kennir þeim sem tapar yfirleitt um allt saman, jafnvel þó hann sé sjálfur sekur um voðaverk. Ég hef sjálfur verið að lesa svolítið um styrjaldirnar, fyrst þegar ég var yngri eflaust vegna áhuga á byssum, skriðdrekum og öðrum stríðstólum, en í seinni tíð aðallega frá mannkynssögulegu...

Re: Jesú Kristur bar byrðar þínar og dó þín vegna!

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Alveg er það merkilegt með öfgatrúarfólk eins og þig Cyberidiot, að gegnum gangandi eruð þið alltaf að reyna að troða öfgum ykkar á okkur hin og tilkynnið okkur að við munum brenna í Helvíti ef við förum ekki að meðtaka Guð og Co inn í okkar líf. Ég hef gert tilraun til að lesa flesta póstana hér að ofan og finnst merkilegt að þú skulir ekki geta svarað fólki á eðlilegan hátt, heldur afritar sífellt texta úr ritningunni eða snýrð útúr eins og Gunnar í Krossinum. Eða ert þú kannski hann? Mér...

Re: Jesú Kristur bar byrðar þínar og dó þín vegna!

í Deiglan fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Tilurð Biblíunnar, Kóransins, boðorðanna og dæmisagnanna er ósköp eðlilegt svar við þróun samfélaganna. Eftir því sem fólki fjölgaði og hóparnir stækkuðu þurfti eðlilega að semja lífsreglurnar svo allir gætu lifað í sátt og samlyndi. Til síns brúks hafa þessi rit eflaust verið ágæt, á sínum tíma. Ekki er víst að þau eigi jafn vel við í dag, þar sem á flestum stöðum í heiminum, sérstaklega hér á Íslandi, getur fólk búið hlið við hlið án þess að bíta hausinn af hvert öðru. Sumt fólk segir...

Re: Seinni gullaldarár lakers runninn á enda?

í Körfubolti fyrir 20 árum
Þetta er spurning hvernig bolta menn spila, fyrir áhorfandann eða fyrir árangurinn. Ég get tekið undir það að varnarbolti er ekki alltaf mikið fyrir augað, þó gaman sé um þessar mundir að sjá Kobe stoppaðan. Lakers showtime var frábært fyrir augað og seldi mikið hér á árum áður, en svo unnu Detroit þá 4-0 í Finals á sterkri vörn og höfðu þá fengið Bad Boys stimpilinn, enda öll trixin í bókinni notuð. Þó verður að segjast að hjá Detroit þá voru snillingar í bland, t.d. Dumars og Isiah. Í...

Re: Seinni gullaldarár lakers runninn á enda?

í Körfubolti fyrir 20 árum
Í fyrsta lagi: Rólegur með dissið á Jordan, það er ekki innistæða fyrir því. Í öðru lagi, ég tel Lakers vera í svipaðri stöðu nú og Bulls voru þegar Pistons var að slá þá útúr playoffs, þ.e.a.s. þá vantar það sem þá var kallað “MSC”, eða Michael´s Supporting Cast. Hvort sem Kobe og Shaq verða vinir eða ekki þá er það staðreynd að þeirra Supporting Cast er samansafn af algjörum pappakössum. Ég meina: Rick Fox!!! Hann er að fá að spila!!! Hann kæmist ekki í Breiðablik, án þess þó að gera neitt...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok