Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Tetriz
Tetriz Notandi frá fornöld 0 stig

Re: Vitanlega

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Jájá, þetta með bjórinn er enn ein vit- og rökleysan sem fólk sá í gegnum um leið og bannið hafði verið afnumið. Í dag myndu engir nema örgustu þurrsúparar mæla mót sölu á bjór..

Vitanlega

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Þarna hittirðu naglann á höfuðið, Clarice. Þessi sömu rök eiga við í báðum tilvikum.. en öfugt við það sem þú heldur fram, þá dregur sú staðreynd nákvæmlega ekkert úr gildi þeirra. Sú endemis vitleysa að einstaklingsfrelsið eigi ekki við í hlutum einsog vopna- og fíkniefnakaupum er jafn fáránleg og að halda því fram að sama frelsi skuli ekki leyfa hnefaleika. Ég veit ekki hvað alþingi var að pæla með því að leyfa ólympíska hnefaleika hér á landi, en hvað sem það var þá fagna ég þeirri...

Vanilla Sky - Looks Can Be Deceiving

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
erm… á soundtrack-listanum (www.vanillasky.com) er skráð lagið Svefn-g-englar, en ekki Ágætis byrjun… Vissulega betra lag, og fellur betur inní kvikmynd, væntanlega..

From Hell

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já, Astronaut's Wife er rusl.. en Johnny Depp hefur átt góðan feril mestaf. Það er náttúrulega ekki séns að gera bókinni nógu góð skil í bíómynd, hversu löng og ítarleg sem hún er.. Tildæmis er þungamiðja sögunnar, rúntur Gulls um London, nær óframkvæmanleg í bíómynd (svo henni sé gert vel til); enda eyða þeir víst um tveim málsgreinum í þann hluta í myndinni. Ég verð þó að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með gang mála fyrir nokkru síðan.. Huges bræður hafa verið þekktir fyrir...

Smashing Pumpkins - Best of

í Rokk fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Jú, ég keypti þessa plötu í dag, og er hún mikil snilld, sem von var.. En hvað er verið að meina með fésið á B-hliða disknum?? Einhverjum finnst þetta kannske sniðugt, en mér finnst þetta frekar snúðugt.. égmeina, CD-R ? á öðrum punkti er bookletið líka frábært. ég veit ekki hversu oft ég hef keypt mér e-n disk, en orðið fyrir vissum vonbrigðum vegna þess að bookletið var kannske bara opnumynd eða eitthvað svipað.. en það er annar handleggur. hvíl í friði, grasker!

Re: Sanctuary

í Myndasögur fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Mikið líst mér vel á þetta… og er öll sagan (eða allavega 1sta bindi) til í Nexus, eða er þetta einhver Vintidds?

Re: Preacher

í Myndasögur fyrir 22 árum, 7 mánuðum
hei hei hei.. nú hef ég lesið alla söguna útí gegn, og reynt að fylgjast með fréttum af henni, en ég hef aldrei heyrt um annan endi? það er auðvitað gefið mál að annar endir skuli hafa verið skrifaður, ég segi það ekki.. en hefur það komið opinberlega fram hver hann var? gætirðu ekki komið mér í ljósið? :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok