From Hell From Hell er nýjasta útgáfa af hinum sögufræga Jack the Ripper en hún er leikstýrð af bræðrunum Albert Hughes og Allen Hughes.

Við fylgjumst með gleðikonunni Mary Kelly (Heather Graham) og lauslátu vinkonum hennar árið 1888 í Whitechapel hverfinu í lundunum. Skindilega byrja gleðikonurnar að finnast á götuhornum limlestar á hreynt ógurlegan hátt. Rannsóknarlögreglumaðurinn Frederick George (Johnny Depp) er fenginn til þess að rannsaka þessi villimannslegu morð og reka leiðir saman hjá Frederick og Mary Kelly. Með hjálp hvors annars komast þau nær og nær morðingjanum þar til að Frederick kemst að því að eitthvað meir liggi á baki morðana og þá hefst hasarinn.

From Hell gerist 1888 og veit ég ekki hvort að myndin hafi verið tekin að parta til í Englandi en sviðsettningin er hreynt út sagt snilld. Ef Whitechapel var í einhverja líkingu við það sem það leit út í myndinni með rónunum, hórunum og fleyru þá mundi ég ekki hafa viljað vera þar á þessum tíma. Söguþráður myndarinnar á víst að vera í líkingu við teiknimynda bókina Jack the Ripper þannig að ég veit ekki mikið um það mál en handritið hvort sem það er byggt á söguni eða ekki er mjög gott. Leikararnir eru allir ágætir og var Heather Graham nokkuð góð þó að Johny Depp hafi verið aðsjálfsögðu bestur.

From Hell er góð mynd sem er eflaust besta kvikmyndin til þessa um hinn fræga Kobba Kviðrist eins og hann er kallaður á íslensku. Hún er hæfilega löng og inniheldur allt það sem góð spennumynd á að hafa þannig að ég mæli með að fólk skelli sér á hana í bíó.

From Hell *** af ****