Vanilla Sky - Looks Can Be Deceiving Vanilla Sky - Looks Can Be Deceiving

Vanilla Sky er nýjasta kvikmynd Tom Cruise og leikstjórans Cameron Crowe en þetta er annað skiptið sem þeir vinna saman því að Crowe leikstýrði Cruse árið ´96 við myndina Jerry Maguire en Cruse var tilnefdur til Óskarsins fyrir hlutverk sitt og hann Crowe var tilnefndur fyrir besta handrit og mynd.
Vanilla Sky skartar af Cruise, Penélope Cruz, Cameron Diaz, Kurt Russell og hann Steven Spielberg á væntanlega að birtast í smáhlutverki! Myndin er endurgerð á mynd sem Alejandro Amenábar leikstýrði og skrifaði sem ber nafnið Abre Los Ojos eða Open Your Eyes, Amenábar er núna einn vinsælasti leikstjóri spánverja því að mynd hans, The Others er að slá í gegn um allan heim.
Abre Los Ojos er sögð rosalega góður tryllir en hún var frumsýnd hér á klakanum fyrir 2 árum en kom í heimalandi sínu fyrir 4 árum. En hún Penélope Cruz lék aðalhlutverkið í Abre Los Ojos og er nú aftur að leika það hlutverk í Vanilla Sky.

Myndin er í stuttu máli um kvennagull sem fær makleg málagjöld þegar afprýðissamur kvennmaður keyrir þau bæði á tré, hún deyr en hann afskræmist. Lukkulega er hægt að byggja upp allt andlitið hans aftur, rétt eftir aðgerðina þegar hann er að reyna ná aftur áttum segir kærasta besta vinar hans sem hafði stutt hann mikið að hún elskaði hann. Og eftir þetta fara hlutir að vera verulega undarlegir

Ég er búinn að vera rosalega spenntur fyrir þessari mynd eftir að ég las að hún myndi vera næsta mynd Cameron Crowe en ég var rosalega hrifinn af Almost Famous og einnig af Jerry Maguire. Ekki bætti það úr skák að Cruise mundi leika aðalhlutverkið OG að hann Spielberg mundi koma fram í smáhlutverki! Einnig hefur myndin fengið rosalega góða dóma á lokuðum forsýningum úti.

Trailerinn kom inná netið um daginn er rosalega flottur og plaggatið kom einnig um daginn og á því stendur: LoveHateDreamsLifeWorkPlayFriendshipSex og er hægt að berja það augum hér við hliðiná.

Vanilla Sky er væntanleg í kvikmyndahús í Bandaríkjunum 14.desember og örugglega væntanleg hér heima um febrúar.

IndyJones
<a href="http://www.simnet.is/stevenspielberg/">Ísl. Steven Spielberg Aðdáendasíðan</a