“Eitthvað” er skammstafað “e-ð”, ekki “e'h”, “e-h” eða annað þvíumlíkt. Fyrsti stafur, bandstrik, síðasti stafur. Ekki erfitt að muna. Sama gildir um önnur svipuð orð og beygingarmyndir, þó stundum séu notaðir fleiri stafir til að skilja á milli: “Einhverju” -> “e-u”, “einhverjir” -> “e-ir” og svo framvegis. Ekkert persónulegt, þetta er bara pet peeve hjá mér.