Rita skal y, ý, ey í samræmi við uppruna og fornan framburð. Að jafnaði skal fylgja venju um rithátt, þótt óvís sé. Rétt hafa menn þó til að velja, ef hefð og uppruni stangast á (í hnipri: í hnypri) eða ef fræðimenn greinir á um uppruna (ábristir: ábrystir). Til leiðbeiningar má benda á, að þessi hljóð fornmálsins eru orðin til við ýmiss konar hljóðvörp, og má oft sjá upprunann með samanburði við íslenskar orðmyndir eða skyld mál. Einnig getur forn ritháttur skorið úr. Dæmi: þyngd, sbr....