Mín reynsla er sú að allir geti lært! Meira segja stærðfræði (fyrir utan þá sem eru fatlaðir).


Fólk lærir á mismunandi hraða. Eins og ég skil stærðfræði, þá er byggt á grunni og svo hlaðið ofan á þann grunn. Ef það vantar eitthvað þé lendir þú í vandræðum. Þá segja sumir stærðfræði er leiðinlega, tilgangslaus o.s.frv..


Því datt mér eitt í hug.

Hvernig væri að þeir sem hafa lært stærðfræði útskýri það sem þeir hafa lært.


Markgildi, 2.stigsjöfnuna, tvinntölur, algebru, einingahringinn, hornaföll og margt fleira.

Svo eru aðrir sem bara hafa ekki haft áhuga áður fyrr að læra stærðfræði en langar að kynna sér hana núna.

Stærðfræði getur nýst mörgum. Þannig að ef þú ert tungumálaséní en langar að vita eitthvað um stærðfræði þá gætir þú litið á útskýringar þeirra sem hafa látið stærðfræði sig varða.


Svo gæti þetta komið að gagni í próflestri. Útskýring á sönnun sem er til prófs. Ég skil hana næstum því alveg. Vantar bara herslumuninn, hverngi skilur þú þetta.


Þetta er svona wikipedia nema bara interactive, ef maður skilur ekki eitthvað þá setur maður bara inn álit. Eða maður kann betri aðferð við að leysa ákveðið dæmi.