Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

SonnyB
SonnyB Notandi síðan fyrir 20 árum, 6 mánuðum 52 stig

A til Ö (0 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 5 mánuðum
teppið á stigaganginum endurspeglaðist í tímaslitnu andlitinu fimmtíu og tveggja ára hringrás frá árstíðunum fjórum inn í biðsal dauðans var hin vanabunda tilvera persónulegt heimsmet í tilgangsleysi

andtrú (3 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 7 mánuðum
niður bakið renna þögul tárin í fullkomnum boga eins og brennandi hraun þerrast í sólmyrkva við fætur hinns krossfesta hugur og hold sundrast Augnarblikið varir að eilífu

.... (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
hún dansaði í rakri sálu minni með öfugt M í hjartastað og hvert skipti sem ég fóðraði blóð mitt horfði hún í augun á sjálfri sér og sagði; málaðu mynd af andartakinu sem gerði mig ódauðlega…

augnlok (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
felur hjarta sitt í stormi á meðan tíminn svífur milli andvaka regnboga. veturinn dó í höndum vorsins og allar vökustundir urðu bleikar eins og drukknandi himinn ljósin slökknuðu og allt varð gult, líkt og þögult öskur úr ímynduðum lófa sem tíminn gleymdi að snerta, fullur að krafti og von, en samt ekki til, eins og ófæddur fiskur, ferðast um í ljóði, milli svefns og vöku, lífs og dauða, getur ekki sofnað, aldirnar allar eins, stefnulausar, hvert stefnir?

Íraq- Bronx (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Í kerfinu, deyja þúsunsir fyrir aldur fram Fórnarlömb skoðanna skamm!, minningarnar brjótast fram Bræður mínir læstir inni, eru bara númer Lífshungrið blindað, engin frammtíðar sýn, þeir deyja ungir Í þessum nýja heimi er skipunin að drepa menn konur og börn 10 metra hlið halda okkur í skefjum, Félagsleg aðstoð, dauð eins og uppgjafa hermenn Stöðug átök, ógnun frá óvinum okkar Spilltar löggur leita heima og skilja allt í rúst Göturnar eins og frumskógur, taka úr mér allt púst Óæskilegar...

þjóð (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Uggar hafsins stranda og úr dimmum sandi klettanálar rísa roði í fjarska örlög trölla um aldir alda. Híbýli anda og vætta þú þriggja tinda segull kjarnhús móður jarðar lómast yfir skýin jökulbláminn duli. Regnbogans klæði þig skreyta drunuþungur ómar vatnsengi tungla brunn hugans nærir heilar sjálfstæða þjóð. Teygir þig til vesturs sjávarbjargið látrar brimalending margra beltið svarta og dimma undir fuglaómi og skugga eru Íslands synir grafnir.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok