Ég skal gefa þér tvö ráð. Í fyrsta lagi, lærðu að segja ég hlakka og mig langar. Seinna ráðið er að vera í góðu skapi og skemmta sér, ekki nöldra yfir einhverju sem þér þykir leiðinlegt af því að venjulega getur allt orðið skemmtilegt ef þú leyfir þér bara að hafa gaman af því.