Það hafa nú allir verið að hræða mig og mína vini við það að fara í þetta, með því að segja sögur sem áttu að hafa gerst eins og: Einu sinni var ég og vinkonur mínar í andaglasi og það kom mynd af stelpu í glasið og okkur brá frekar, svo daginn eftir fengum við fréttir af því að stelpan væri í dái!!! Svona sögur var mér sagt og ég held eg væri nú ekki alveg til í það að fara í andaglas… ég er svolítið hrædd við það… en gerist þetta oft?