Ókey þetta eru margir búnir að vera að spá í - Hvernig er hægt að fara í andaglas, og hverjar eru reglurnar. Svo ég ákvað bara að gera grein um þetta! Hér kemur hún svo ;) Njótið vel og Gleðileg Jól
<p/>

Sko þegar maður býr til andaglasið sjálfur þá tekur maður stórt og slétt blað. Þú tekur penna sem sést vel og skrifar stafrófið allan hringinn á blaðinu og nógu mikið bil á milli til að glasið sem þú ætlar að nota komist yfir einn staf í einu, það má gera tölustafi 0-9 líka en það þarf ekki, síðan geriru 4 hringi á miðju blaðsins svona=
-O-
OOO
Skrifar efst JÁ, á vinstri hlið NEI og á hægri hlið KANKSI. Miðjan á að vera tómþ því þar læturu glasið. Þú slekkur öll ljós og kveikir á 2 kertum og lætur vip hliðar við blaðið. Það þarf ekki að gera þetta á nóttunni eins og sumir halda en það verða öll ljós að vera slökkt (nema kertin) og helst á ekki að koma birta inn um glugga og svona. Svo bara setjast allir í kringum glasið og blaðið (sem þú gerðir) það verða að vera 2 eða fleyri annars virkar þetta ekki. Allir biðja faðirvorið upphátt saman í kór og síðan er glasið tekið og sá sem tekur það upp andar í það og lætur næsta mann fá það og glasið fer allan hringinn þangað til allir hafa andað í það, þá er glasið látið aftur í tóma hringinn. Þá láta allir puttann á glasið, bíða örlitla stund (ég mæli elst með að allir í herberginu séu með puttann á glasinu) Og þá spurja “Er andi í glasinu” það þarf ekki að segja það hátt, enn betra er jafnvel að hvísla. Það þarf þolinmæði í þetta og loks á glasið að hreyfast. En þið VERÐIÐ að muna að spurja eftir að glasið hreyfist á JÁ “Ertu góður?” ef hann segir NEI takiði glasið strax upp og setjið yfir annan kertalogann og slökkvið a andanum. Ef hann segir JÁ þá getiði haldið áfram.T.d. spurt “ertu Stelpa?” og spurt helling um himnaríki og sumir geta sagt til um framtíðina. En EKKI spurja e-ð t.d “Hvernær deyr Mamma mín” eða ég eða einhver í hópnum. Það boðar ekki á gott. En talið með gát og ekki vera að spurja um eitthvað sem gæti reynst andanum móðgun. En þið getirð spurt andann hvort hann vilji sanna að hann sé þarna. Þá á hann til að hreyfast ótrúlega hratt í hringi eða láta glasið snúsat (svo hratt að það er ekki möguleiki að nokkur í hópnum sé að hreyfa) eða jafnvel kveikja á krana eða látið gardínur hreyfast. En þið verðið líka að hafa í huga að þetta er dáið fólk sem þið talið við.
Það er samt yndislegt að geta spurt andann hvort að hann geti sótt einhvern nákominn, látinn ættingja. Það er hægt! Ef þið eigin dána ömmu getiðu aðeins sagt nafn hennar og beðið um að tala við t.d “Ömmu Söru” og þá er liklegt að andinn bara sækji hana. Þið getið spurt margar spurningar til að vera alveg viss um að þetta sé amma “Sara” t.d hvað varstu vön að kalla mig þegar eg var lítið eða hvað hét hundurinn minn. Það er frábært. En farið með gát. Sumir andar geta verið hrekkjóttir, en flestir eru samt bara e-ð að fíflast og meina ekkert illt. Þeir eru sjálfir bara að skemmta sér að þessu að ná sambandi við fólk á jörðinni. Þess vegna er mun líklegra að það komi barn eða unglingur í glasið, það er jaldgæft að gamalt fólk komi tildæmis og hafi frumkvæðið nema þið biðjið einhvern að sækja þau fyrir sig. Einnig (þó að þetta hljómi eftil vill heimskulega) er hægt að tala við dýr! Ef þið hafið t.d misst hund getið þið beðið um að tala við hann! Ef þið trúið mér ekki endilega prufið þetta þetta er ekki djók! Ég hef gert þetta sjálf með vinkonum og vinum. Höfum meira að segja talað við gamlan Gullfisk xD en annars er þetta ekkert grín en ef þið farið með gát þá er þetta bara skemmtilegt og fræðandi.