Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Regza
Regza Notandi frá fornöld 34 ára kvenmaður
1.516 stig Sambandsstaða: Ekki á lausu
-

Re: Graðhestar

í Hestar fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Verulega óviðeigandi, hérna er verið að fjalla um undaneldishesta, og því miður virðist enginn þeirra hesta sem þú nefndir vera hæfir til undaneldis, þá sérstaklega Tittlingur vegna lélegs geðslags og skort á kunnáttu í mannlegum samskiptum sem er sérlega mikilvægur eiginleiki fyrir undaneldishesta. Þess vegna færðu hérna opinbera viðvörun frá mér.

Re: Hackamore

í Hestar fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ég hlakka líka til að heyra af því, endilega sendu inn myndir af því í notkun ef þú getur líka =) Ég á hest sem hafnaði beisli án méla á sínum tíma en er í dag helvíti fínn bara á nasamúlnum (bara tengt í hringina á honum) en ég hef verið að spá í að gefa mélarlausum beislum annað tækifæri einhverntíman á hann =)

Re: Til sölu Strákur frá Miklabæ

í Hestar fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Takk, fyrir 400-500 þúsund þá gæti hann orðið þinn =) Um að gera að gera tilboð, hesturinn verður ekki svona ódýr þegar hann verður fullmótaður og kominn með fullt jafnvægi á tölti =)

Re: hestaveiikin spurningar =D !

í Hestar fyrir 13 árum, 9 mánuðum
-geta hestarnir veikst aftur ef að þeir eru með veikum hestum? Já og það aftur og aftur.. -hvernig veit maður að hesturinn er orðinn frískur? Þegar enginn hósti er eða slappleiki og ekkert hvítt, grænt eða gult hor er í nösunum (glæra nefrennslið er mun lengur en hestarnir ekki óbrúkunnarhæfir með það) -eru ykkar hestar veikir ? Já annar að veikjast í annað sinn, hinn vonandi orðinn frískur. Er að fara að kíkja á hann á morgun. -ef hesturinn er alveg einnkennalaus og svo eftir reiðtúr kominn...

Re: Angi frá Svalbarði

í Hestar fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Ynnilega til hamingju með góðan árangur =)

Re: Konur, Ást Og Ofbeldi...

í Rómantík fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Flott er, en já það er ein taktíkin hjá þeim, velja sér mun yngri kærustur.

Re: Konur, Ást Og Ofbeldi...

í Rómantík fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Ég flutti að heiman 15 ára og svo seinna inn hjá pabba, hvorugur staðurinn var henntugur ungri stúlku, svo það var auðvelt fyrir afstyrmið að bjóða mér “betra” líf. Merkin eru mjög lúmsk, í mínu tilviki var 1 ár bara í góðu lagi, tók ekki eftir neinu athugaverðu, svo lenntum við í húsnæðisvandamálum, bjuggum í bíl um tíma og eining í tjaldi, ég taldi aðstæðurnar vera að skapa vandamálin í sambandinu, en hann bjó til aðstæðurnar án þess að ég yrði þess vör. Þegar allt byrjaði að fara til...

Re: Konur, Ást Og Ofbeldi...

í Rómantík fyrir 13 árum, 10 mánuðum
En ef eldurinn umkringir þig? Þ.e. Ef í augnablikinu er engin önnur leið burt úr öskunni en í gegnum eldinn? Myndir þú þá ekki bíða eftir rétta tækifærinu, þegar það væri minni eldur í stað þess að brenna þig illa, reyna að komast óséður út og í öruggt skjól frekar en að vera staðinn að verki og vera í en verri málum? Ég var í svona sambandi, samband sem stig versnaði, ég hljóp m.a. út nakin í eitt skiptið og hann náði mér, það tók mig um hálft ár að komast í burtu, þ.e. ca. hálft ár af...

Re: Hjálp ! hestaveikinn

í Hestar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Já það eru mörg hross sem verða lystarlítil jafnvel lystarlaus af pestinni, ef hrossið hættir alveg að éta verður að heyra í dýralækni og gefa pencilín =/

Re: Hjálp ! hestaveikinn

í Hestar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
http://157.157.45.217/Frettir/8671/ Þessi grein segir frá nýjustu svörum frá dýralækni sem er sérfræðingur í hrossaveikindum eða eitthvað álíka =) En já veikin getur verið svona lengi í gangi, Strákurinn minn er búinn að vera veikur síðan 9.maí, ég lagði á hann í dag þar sem hann er einkennislaus, fet og bara létt inní reiðhöll, ég vona að hann sé að komast yfir þetta, en dýralæknir leit yfir hann þegar hún kom í húsið, hlustaði hann og mældi hitann og fannst hann ekki lyfja þurfi og virtist...

Re: Nýja merin mín =)

í Hestar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Takk kærlega =) Alsæl með hana =)

Re: Nýja merin mín =)

í Hestar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Já allar á facebook =) Þú ert með mig á facebook allavega, aðrir meiga adda mér(er eina Regza Guttorms á facebook) og þangað koma allar góðar og sæmilegar myndir sem ég tek af hestunum mínum =) En já hún ætti að eiga auðvelt með að brjóta sig, en er samt svolítið mikið með höfuðið upp, held hún sé aðeins stíf í hálsinum eins og er, fann hnút þar um daginn sem henni fannst mjög gott að láta nudda, vonandi eitthvað bara tímabundið en annars fer hún bara í hnykkingu þegar hún kemst á...

Re: Hrossaveikin

í Hestar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Núna er ástandið breytt, ÓÞokkinn er búinn að vera mikið veikur og undir lækniseftirliti í viku núna, fengið pencilín og vítamín =/

Re: Berst hestaveikin í menn?

í Hestar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Ég vissi vel að það væri staðfest, en það er bara ekki staðfest að pestin sem ég sé að fá sé þessi hestaflensa =) Fuglaflensan, Svínaflensan og nú Hestaflensan =)

Re: Berst hestaveikin í menn?

í Hestar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Mig grunar að ég, vinkona mín og svo kærasti minn sem ekki umgengst hesta séum öll komin með snert af þessu =/

Re: Hrossaveikin

í Hestar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Hafa hestar verið veikur hjá þér? Já annar hóstaði mikið og er kominn í einangrun í litlum haga því hann ofgerði sér í leik, hinn er nær örugglega kominn yfir þetta. Hvað eru margir hestar veikir hjá þér? Vinn á tamningabúi þar sem mjög mörg hross eru veik, hef ekki náhvæma tölu en flest virðast vera á góðum batavegi. Hvernig lýsir hún sér? Aðalega nefrennsli, stöku hross hósta, önnur eru slöpp eða lystarlaus, áður en einkennin urðu ljós frísuðu mörg þeirra óvenju mikið í reið. Hvernig...

Re: Hestar á götum

í Hestar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Þá væri löngu búið að banna allt hestahald þar sem þá mætti fólk ekki ríða út =/ Lausaganga hesta er hesturinn einn og laus, lausaganga hunda er hundur án taums, meðan þú heldur í tauminn á hvorugur að flokkast sem laus.

Re: Landsmót frestað

í Hestar fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Spurning hvort einhver gæti fundið uppá nýrri könnun þar sem núverandi könnun passar ekki lengur við og er búin að vera allt of lengi =/

Re: Landsmót

í Hestar fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Allveg örugglega =)

Re: Landsmót

í Hestar fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Ég er svona á báðum áttum líka, er eiginlega hlyntari frestun, hestanna vegna, en það er ekki bara flugplanið hjá mörgum og áætlannir sem raskast þá. Málið er að stóðhestarnir sem ættu að koma sterkir inn á landsmót í ár fara að sinna merum, margir hafa ætlað að sýna merarnar á landsmóti og halda þeim beint eftir landsmót, eiga þeir að sýna fengna meri eftir gangmálið ef landsmótinu verður frestað, hvernig reiðformi ætli stóðhestarnir kæmu í úr haganum? Svo er önnur pæling, hafiði heyrt af...

Re: Hestar á götum

í Hestar fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Þá skulu þeir líka fara að selja fóðurbæti og hey á bensínstöðvum fyrir fákana okkar =)

Re: Hestar á götum

í Hestar fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Ef ég er í hesthúsunum bíllaus og vantar inneign hika ég ekki við að ríða í næstu sjoppu og leggja ef ég finn gott stæði, veltaminn hestur sem treystir knapanum sínum er ekki það hræddur við bílana. Eins þá finnst mér algjör óþarfi að skella hestum á kerru ef maður er bara að fara milli hesthúsahverfanna eða rétt út fyrir bæinn, svo ég hef alltaf farið inná milli í gegnum bæinn á hestunum mínum. Eins finnst mér enþá að við hestamenn ættum að fjölmenna í almenna umferð hesta um göturnar sem...

Re: Meira um flengningar

í Tilveran fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Ég var rassskellt sem krakki, í raun fannst mér það ekki neitt óvenjulegt þar sem það er oft gert, en þegar maður spáir í því.. EF fólki finnst í lagi að berja krakkann á rassinn finnst því þá í lagi að káfað sé á rassinum á þeim? En ef þau eiga það skilið? *hrollur* svona sett saman hljóma rassskellingar barna mjög perralega..

Re: Er möguleiki á að eldgosið valdi hestapestinni? *Kenningin fallin* Pestin var víst komin á undan.

í Hestar fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Hehe eflaust, hins vegar held ég að ég sé búin að finna orsökina af “hóstanum” í hundinum, í göngutúr í gær þá réðst hann á sveppi sem uxu þar og át þá af græðgi, hlustaði ekkert á mig þegar ég bannaði honum það og var búinn að kyngja áður ég náði að draga hann til mín. Þar sem ég er mest með hann í sveit þá finnst mér líklegt að þetta séu ekki fyrstu sveppirnir sem hann étur, sem gæti vel orsakað hóst þar sem hann væri að reyna að æla þeim upp. En já það er spurning hvort það þurfi að...

Re: Er möguleiki á að eldgosið valdi hestapestinni?

í Hestar fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Ég er ein þeirra sem býst allt eins við kötlugosi þegar þessu gosi líkur, en vona svo ynnilega að það gerist ekki. En já ég áliktaði einmitt það sama að þetta öskufall væri það lítið að það sakaði varla, en ef það eykst þá fer hesturinn í næsta bíl norður. En gosið hefur víst verið að minnka svo vonandi fer því bara að ljúka fljótlega =)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok