*Kenningin fallin* Pestin var víst komin á undan.

Ég tek það fram að þetta eru bara pælingar, engin rannsókn á bakvið eða sannannir, bara grunsemdir mínar.

Alveg frá því að fólk fór að tala um hestapestina hefur viss staðreynd setið í mér.

Fyrsta skiptið sem ég heyrði um pestina var einni til 2 vikum eftir að eldgosið byrjaði, þá voru hestar farnir að hósta nokkuð nálægt eldgosinu, getur verið eitthvað samhengi þar á milli, smá aska í loftinu sem við verðum ekki vör við en hrjái öndunnarfæri hestanna, sem reyni að losna við hana úr líkamanum með hósta og nefrennsli?

Það er nátla staðreynd að askan truflar flug í öðrum löndum, þá hlýtur að vera smá aska í loftinu um allt land.

Einn hesturinn minn var aldrei nálægt neinum smituðum hestum, en hann fór með mér á Hellu á reiðnámskeið, var þar nokkuð ólíkur sjálfum sér, en veikist ekki fyrr en rúmlega mánuði seinna.

20.3.2010 byrjaði eldgosið, 13.4.2010 var sagt frá því á mbl að viku fyrr hefði verið greint frá hóstapest á suðurlandi og við hóla, þar er sagt að hægt sé að rekja upphaf pestarinnar 3-4 vikur aftur í tímann, http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/13/smitandi_hosti_i_hrossum/

Getur verið að gosið valdi hestapestinni, þ.e. að hún sé einfaldlega í loftinu?

Hundurinn minn hefur verið aðeins öðru hverju eins og hann fái öndunnartruflannir (hefur gerst oft síðustu mánuði veit ekki hvenær það byrjaði en dýralæknir telur hann við hesta heilsu) og margir eigendur veikra hrossa hafa eining talað um að þeir séu líka veikir af svipaðri pest, sennilega allt sagt í gríni en öllu gríni fylgir smá alvara.

Það er talað um að hestarnir hressist við að fara út, í fljótu bragði virkar það í mótsögn við kenninguna, en hins vegar held ég að ef það sé nægt hreint loft með öskunni þá séu einkennin vægari en ef hrossið er lokað inní hesthús, í miklu ryki jafnvel sé erfiðara fyrir það að anda ef það er slappt á annað borð.

En já endilega tjáið ykkur um kenninguna mína, er eitthvað til í þessu eða eru þetta bara ranghugmyndir í mér?

*Kenningin fallin* Pestin var víst komin á undan.
-