Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Pólska - til gagns og gamans

í Tungumál fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Flott grein =) Ég þekki stelpu frá Póllandi sem er að vinna sem verkfræðingur hérna, við vorum að vinna á sama vinnustað. Hún kenndi mér einhver orð en ég er búin að gleyma flestum :( Svo var eitthvað orð í íslensku, mig minnir að það sé “jæja”, sem þýddi eitthvað allt annað á pólsku. Ég er bara of nývöknuð til að geta mögulega munað hvað það var, en henni fannst skrýtið hvað við vorum alltaf að segja þetta :P

Re: með ipod í vinnunni

í Tilveran fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Ég var að vinna á skrifstofu og var alltaf með tónlist í öðru eyranu. Þurfti að svara í símann og tala við samstarfsfélaga, svo ég þurfti að hafa annað eyrað frítt..

Re: landsmót

í Skátar fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Mig laaaangar!! En ég er föst í útlöndum :(

Re: Asnalegt hrós ?

í Tilveran fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Svoldið langt… En ég er semsagt á Ítalíu, þetta er annað sinn á einu ári sem ég fer þangað og er lengi (2 mán+ hvort skipti). Fólk heima hefur sagt að ég sé voða dugleg að fara svona ein… Mér finnst þetta bara minnsta mál í heimi, myndi búa hérna allt árið ef ég hefði tækifæri á því.

Re: sýkingarsögur

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Læknarnir gátu ekki svarað því, en töldu það líklegast.

Re: Leiga?

í Tilveran fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Miðbæ Vicenza, sirka 80m2, minn hluti leigunnar er 300€ en við erum tvær. Bætt við 14. júlí 2008 - 01:13 Annars var ég að leigja í Laugarnesinu, 50m2 á 35.000kr.

Re: sýkingarsögur

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Vinkona mín fékk sér flúr á íslandi í fyrrasumar, þriðja flúrið hennar. En hún fékk svakaleg ofnæmisviðbrögð, fyrst var það svaka bjúgur, svo byrjuðu að koma blöðrur og vessi og eitthvað úr flúrinu… Hún þurfti að fara nokkrum sinnum á dag uppá slysó að fá sýklalyf í æð, í nokkra daga. Flúrið lúkkar mjög vel í dag, sést ekki að það hafi verið neitt vesen, en hún ætlar aldrei að fá sér flúr aftur :P

Re: stórar smákökur :D ?

í Matargerð fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Eftir að ég baka þær eru þær aðeins minni en subway kökurnar, og ef maður hefur þær ekki of lengi í ofninum eru þær alveg mjúkar. Sjúkt gott sko!

Re: stórar smákökur :D ?

í Matargerð fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Ekki þegar ég geri þær :o

Re: stórar smákökur :D ?

í Matargerð fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Mér finnst betty crocker smákökurnar mjög góðar =)

Re: rökun í handakrika

í Tíska & útlit fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Ég nota engin krem og ekki froðu eða neitt undir hendurnar.. Ef þú ert með síð hár núna myndi ég klippa þau stutt fyrst, þá verður auðveldara að raka.

Re: Kærleikur

í Börnin okkar fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Ég held ég hafi verið með þér í skóla =) Flott framtak!

Re: Lag

í Tilveran fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Upprunalega er það Always með Bon Jovi =)

Re: Stækka upp í 8mm

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Ég hef aldrei heyrt 6mm, heldur 8 eða 10. Ég er með eitt 8mm og eitt 6mm sjálf.

Re: Klósettfælni..

í Tilveran fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Langlanglangflest klósett á almenningsstöðum hérna þar sem ég er (norður ítalíu) eru svona holur. Sjúklega fyndið þegar íslensk vinkona mín kom í heimsókn til mín, ég gleymdi að segja henni þetta. Hún fór á klóstið á bar og kom aftur fram alveg traumatized :P Mér brá líka temmilega þegar ég sá þetta í fyrsta sinn, en þetta venst alveg.

Re: Klósettfælni..

í Tilveran fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Skemmtileg staðreynd: Á Ítalíu eru flest almenningsklósett bara gat í gólfinu með svona plast-drasli utanum með svæði þar sem maður setur fæturnar (stendur á því) og svo bara miðar maður. Jee.

Re: ,,hvort ertu emó eða hnakki?''

í Tíska & útlit fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Ætli ég sé ekki tomboi/skater eitthvað… bleh…pönk?

Re: Stækkun

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Þegar ég stækkaði pældi ég eiginlega ekki þannig í því… Ég var aldrei viss um hvað e´g væri að stækka mikið í einu, ef ég var eitthvað aum þá bara beið ég þangað til að öll eymsli voru farin. Eeen það er bara ég =)

Re: Plugs

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Ég ætla klárlega að prófa svona sílíkon plug! Hljómar vel.

Re: Plugs

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Viðarpluggið mitt í 8mm er ekki með teygjum, heldur er munurinn svo svakalega lítill á ysta ummálinu og ummálinu í miðjunni. Helst samt alveg furðu vel í - hefur aldrei dottið úr eða neitt. Þarf eiginlega að finna mér þannig fyrir 5mm líka, það er svo fokk þægilegt :P

Re: Plugs

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Ég þarf að tjékka á þessum sílíkon plöggum! eitt plöggið sem ég nota er svipað og þetta: http://images.auctionworks.com/hi/63/62634/steel_hollow_saddle_plugs.jpg Nema úr plasti, og munurinn á brúninni og miðjunni er miklu meiri. Svo ég stækkaði upp í rúmlega 6mm og lét gatið svo minnka utanum. Get alveg tekið það úr, en það er vesen :S

Re: Plugs

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Sílíkon, eru þau þá mjúk eða? Annað, hafið þið tekið eftir einu… Ég keypti plug á netinu, 6mm. Þá er það svona eins og bogi, 6mm í miðjunni en til þess að koma því inn þarf að stækka meira og láta það minnka utanum. Og á þessu pluggi sem ég keypti var það ekkert lítið :P Baara hugsa upphátt hérna :D

Re: Ritgerð í eðlisfræði

í Skóli fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Haha Jói í MH? Ég veit btw ekkert í hvaða skóla þú ert í, en ég las þetta og hugsaði “vá þetta er eitthvað sem að Jói myndi segja”…

Re: Afi

í Ljóð fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Takk fyrir :)

Re: Afi

í Ljóð fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Ég samhryggist :( Það var líka þannig með afa minn sem dó fyrir 4 og hálfu ári, hann hafði verið með hjartavandamál en ekkert í fleiri fleiri ár, fór í göngutúra á hverjum degi og var svo hress, svo allt í einu stoppaði hjartað hans. Fólk bjóst engan veginn við því strax…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok