Eftirsjá situr föst í huga mér
ástvinur minn er að kveðja þennan heim
Með langa og góða ævi að baki sér
yfirgefur hann okkur á vængjum sínum tveim

Ég vildi óska þess að hann myndi vakna
Vært hann sefur, meðvitundarlaus
en ég hans svo sárlega sakna
Skemmda hjartað hans gaf sig og fraus

Af hverju heimsótti ég hann ekki
hvenær sem ég hafði tækifæri til?
Særða samvisku núna vel ég þekki
og skortir mig núna sælu og yl

Góður maður var hann afi minn
með besta hjartað sem til var hér
Sorgmædd ég er nú fyrst um sinn
en samt ánægð og stolt, því ég genin hans be
Ég finn til, þess vegna er ég