Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Krusindull
Krusindull Notandi frá fornöld Kvenmaður
284 stig

Re: Krabbamein í daglegum matarafurðum

í Heilsa fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Samt ef þú ert í áhættuhópi með að fá krabbamein þá hjálpa þessi efni örugglega eitthvað til. Ég sem er búin að vera að tyggja tyggjó í fleiri fleiri ár. (Tyggjóalki) það er kannski kominn tími til að fara að minnka þetta og á endanum hætta þetta er í þokkabót stressandi. Krusindull

Re: Re: áfengi

í Heilsa fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það að fara að skemmta sér um hverja helgi kallist nú ekki að vera alki því það hefur verið þannig með ungukynslóðina í ansi mörg ár að þau skemmti sér um hverja helgi. Það að vera alki er þegar fólk drekkur alla daga, drekkur til að vandamálin hverfi en þau hverfa ekki því miður. Ég hef séð hvernig fólk hegðar sér þegar það er djúpt sokkið. Maður sem ég þekki drakk bara og drakk og borðaði ekkert og það endaði með því að börnin hans létu leggja hann inn á sjúkrahús því hann þjáðist af svo...

Re: Re: Re: Re: Re: hjálp

í Rómantík fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ekki vera hræddur þegar ég segi þér að þetta er dálítið undir þér komið. Það er alltaf spurning hvort þú sættir þig við það að hún heillast auðveldlega að báðum kynjum. Hvort að þú sér tilbúinn að bíða á meðan að hún áttar sig á því hvað hún vill. Þannig að þú verður að gramsa dálítið í sjálfum þér finna út hvað það er sem að þú ert að leita að? hvað það sé við hana sem að heillar þig? Hvað þú ætlast til að samband ykkar innihaldi? Það er endlaust hægt að spyrja sjálfan sig. Það er góð...

Re: ER það í lagi?????

í Rómantík fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Trúðu mér Það skiptir ekki máli hver brjóststærð hennar er það er aukaatriði. Vertu þú sjálfur, rólegur, Kurteis, trúr sjálfum þér. Ekki reyna að vera fyndinn eða einhver hetja það er klisja. Talið saman, gefið ykkur tíma til að kynnast og síðan að sjá til hvað þið viljið gera í framhaldi af því. Gangi þér vel. Krusindull

Re: Að láta börnin sofa úti...

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég á ársgamla dóttur og hún svaf aldrei úti í vagni nema kannski einstaka sinnum í sumar. Einu skiptin sem að hún svaf úti í vagni var þegar ég fór með hana út í vagninum og svo sofnaði hún þá fannst mér ekki rétt að vekja hana með því að vera að flytja hana því hún átti í miklu basli með svefn. En ég fór ekki út með hana nema veðrið væri gott. Ég lét dóttir mína sofa inni í herbergi þar sem að var smá rifa á glugga og henni leið mjög vel og líður ennþann daginn í dag mjög vel og sefur núna...

Re: Pokemon slæmt fyrir heilsuna

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Sammála Börn verða að læra takmörkin. Krusindull

Re: Tilfinningar(smásaga)

í Smásögur fyrir 23 árum, 6 mánuðum
TIL HAMINGJU með að taka fyrsta skrefið. Ég verð nú bara að segja eins og er, þetta er nú bara nokkuð góð saga hjá þér mks. Krusindull

Re: Keðjusaga.......rblað!

í Smásögur fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Góð hugmynd. Til er ég. Þá er líka spurning um að sá sem að byrjar byr til persónur og staðsetningu sögunnar þ.e.a.s hvar hún gerist. Ekkert að því að prófa við töpum allavega engu ekki einu sinni vitinu. Kveðja, Krusindull

Re: Frábærir foreldrar

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Yesss Fyrirmyndar fólk Það er óhætt að segja að fólk sé einlægt. Það er líka óhætt að segja að ekki séu allir slæmir. Þetta finnst mér gott hjá þeim. Krusindull

Re: hjálp

í Rómantík fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það er erfitt að segja því það fer eftir því hvað kom uppá sem að varð til þess að þið slituð sambandinu. Talið almennilega saman og ef þið ákveðið að yta vandamálinu til hliðar þá er það bara gott mál því þið augljóslega saknið hvort annars sem og er eðlilegt.Ef ykkur ekki tekst að leysa þetta hættið þá að lesa. Ef ykkur tekst að leysa þetta munið þá að: taka einn dag í einu, verið ætíð heiðarleg við hvort annað, berið virðingu fyrir hvort öðru, sér í lagi verið þolinmóð við hvort annað....

Re: Bjargið mér!!!!!!!!!!!!

í Rómantík fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég persónulega myndi reyna að kynnast persónunni sem býr í kroppnum en ekki fara eftir útliti það er ekki að marka útlitið. Ef hann er mikið til vandræða skaltu fara varlega svo þú lendir ekki í vandræðum líka. Það eina sem ég get ráðlagt þér er að tala við hann, vera hreinskilin og trú sjálfri þér. Ég veit ekki hvað þú ert gömul en á skrifunum að dæma synist mér þú vera ansi ung og persónulega finnst mér að ungt fólk eigi að leika sér og hafa gaman af lífinu í staðinn fyrir að vera...

Re: Re: Re: hjálp

í Rómantík fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ææ En leiðinlegt. Það eina sem þið getið samt gert er að ræða um þetta vel og vandlega. Það sem að ég myndi gera er að meta kosti og galla við það að vera með konu og kosti og galla að vera með karlmanni, meta svo út frá því hvað hentar þér best. En annars veit ég lítið því ég hef svo litla reynslu þó svo að ég hafi verið með tveim mönnum þá hef ég bara átt í nánu sambandi við manninn minn. Hvað varðar það að eiga erfitt með að láta einhvern komast of nálægt sér á sér oftast rætur að rekja....

Re: Matur og heilsa

í Heilsa fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Sammála. Allt er gott í hófi. Það er alveg sama hvað það er allt getur verið óhollt ef við gætum ekki hófs. Ég held meira að segja að ég fari bara að taka það upp einn nammidag í viku. Eins gott að fara að venja sig á þetta sem fyrst ef maður ætlar að setja þessa reglu fyrir barnið sitt. Kveðja, Krusindull

Re: áfengi

í Heilsa fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Eitt hef ég aldrei skilið. Hvernig í ósköpunum nennir fólk að drekka sig útúr drukkið, muna svo ekkert daginn eftir, vera þvílíkt þunnt og ógeðslegt daginn eftir ?? Nei takk fyrir ég hef ekki einu sinni áhuga á því að prófa því mér nægir að sjá annað fólk þjást. Hver fann upp áfengi eiginlega ? Það er miklu skemmtilegra að vera með vitglóru heldur en að drekka eins og svín og láta eins og asni. Þetta eru mín sjónarmið. Gangið hægt um gleðinnar dyr um helgina Krusindull

Re: Umhverfið

í Heilsa fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hvernig væri nú að hætta að kaupa endalaust inn nýja bíla og fara bara að ganga meira. Að minnsta kosti nota ég ekki bíl og geng eins mikið og ég get en tek annars strætisvagn. T.d í Frakklandi er skilda að slökkva á bílnum þegar hann er á rauðu ljósi t.d. Krusindull

Re: Komnir heim.

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Gott er að heyra. Mundu bara eitt ekki vorkenna honum of mikið. Ég man til dæmis þegar við byrjuðum í ungbarnasundinu þá sagði kennarinn við okkur ekki vorkenna henni ef hún fer í kaf og svelgist á vatninu eða eitthvað svoleiðis heldur segja henni að hún hafi verið dugleg og hrósa barninu fyrir allt það sem það gerir af dugnaði. Ekki taka þessu illa sem ég var að segja. Hann verður að vita hversu duglegur hann var en ekki gera hann lítinn heldur ungann sterkan dreng. Gangi ykkur vel og...

Re: Stigadjöflar, Skoðanakannanir, og Hverjir Ætla

í Tilveran fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það á að minnsta kosti að hætta að gefa stig fyrir kannanirnar og ég ætla því það virðist vera sem allir ætli að gera hitt og þetta. Það er naumast að fólk er duglegt. Krusindull

Re: Hvar fær maður ....

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 6 mánuðum
TOPP HÚSIÐ Krusindull

Re: Re: Re: Re: söknuður

í Rómantík fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég verð að vera sammála HJARTA. Það tekur alltaf langan tíma fyrir sárin að gróa þegar þau eru djúp svo taktu þér tíma. Ef það gengur ekki að tala við hann láttu okkur vita. Svo er líka alltaf gott að finna sér nýtt áhugamál og reyna að vera dugleg að einbeita sér að einhverju öðru. Vera mikið í kringum fólk og hlæja það auðveldaði mér mikið hérna einu sinni. Gangi þér vel. Kveðja, Krusindull

Re: söknuður

í Rómantík fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég veit ekki hvort þú sleist því eða þið bara í sameiningu eða hann. En ef hann sleit sambandinu þá myndi ég draga mig í hlé í smá tíma og koma svo aftur til sögunnar þegar öldugangurinn er liðinn hjá. Ég er ekki að segja að þú eigir að hætta að vera vinkona hans heldur jafna þig. Þetta er það eina sem ég get sagt við þig þar sem ég þekki nú ekki aðstæðurnar. Vona að þú komist fljótt yfir þetta. Gangi þér vel. Kveðja, Krusindull

Re: B O B A - BOMBA!

í Heilsa fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Já greyin mín það getur verið erfitt að vera ungur og kappsamur. Hehe ;) Krusindull

Re: Re: Re: Alltaf á leiðinni....

í Heilsa fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Takk ég ætti kannski að prófa að fá mér jógurt. Ég er bara ekki mikið gefin fyrir mjólkurafurðir sérstaklega ekki nýmjólk ég gæti ælt. Morgunlystarleysinginn Krusindull

Re: Í ræktina

í Heilsa fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ætlarðu að segja mér að fólk borgi fúlgu fjár bara fyrir það að horfa á fallegar stelpur. Halló ég hef þarfara við peningana að gera en að fara að borga fyrir að horfa á fallega unga karlmannskroppa. Ég á yndislegan mann og læt það nægja. Borgaðu heldur fyrir að rækta líkama þinn. Krusindull

Re: Reykingar..

í Heilsa fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hvernig er hægt að reykja ?????????? Þetta er ógeðslegt, sóðalegt, illa lyktandi, mengandi, ávanabindandi, heilsuspillandi og svona er endalaust hægt að telja. Þetta er ekkert annað en líkkistusmíði eða það segi ég allavega alltaf við mágkonu mína þegar hún fer út að reykja jæja á að fara að negla einn naglann enn í líkkistuna. VIÐBJÓÐUR og hana nú!!!! Krusindull

Re: Alltaf á leiðinni....

í Heilsa fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það er líka alltaf verið að tala um að morgunmatur sé mikilvægast máltíðin því líkaminn þurfti orku eftir svona langan tíma. Annars fer líkaminn að hægja á brennslunni og áður en við vitum erum við komin í vítahring. En ég kem bara ekki neinu niður á morgnana vegna þess að ég er búin að venja mig á að borða ekki morgunmat og borða stundum ekki fyrr en kl 2 eða 3 og þá bara brauð. Ég veit bara að ég er búin að prófa ræktina en það er svo leiðinlegt að þurfa að taka strætó fara í rækt og svona...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok