Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kexi
Kexi Notandi frá fornöld 34 ára karlmaður
1.122 stig
_________________________________________________

Rispuð plata (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hvítur dalur ofan á svartri jörðu. Röskunin sem hvíti dalurinn hefur á svörtu jörðina er óeðlileg. Göturnar kringum hvíta dalinn virðast ekki vera notaðar, þó þær hreyfist. Lætin í götunum eru sérstaklega háværar á röngum brautum. Hráki á yfirborðinu.

James Bond undirskrift !!! (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég hef tekið eftir því að hér er Star Wars áhugamál. Fimm myndir og sjötta myndin á leiðinni. Ok… en hvað með James Bond áhugamál?????? 20 myndir!!!!!!! Þar ætti að vera eitthvað að tala um þar. Ian Flemming. Bækurnar. Kvikmyndirnar. Gellurnar (offcourse ;). Bílana og leikarana og svo lengi mætti halda áfram. Ég veit að þetta er varla grein en ég ætla að biðja stjórnenduna að setja þetta inn sem grein því að ég ætla að gera undirskriftarlista fyrir JAMES BOND ÁHUGAMÁL. Ég var líka að spá í...

Af völdum úrgangs (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Sundurtætt pappírsbréf eftir áttræðan rithöfund rúllar niður Laugarveginn. Ég sit þar. Með hendurnar vafðar utan um lærin. Ég sit þar. Með þurrkinn í munninum. Ég sit þar. Með fertugu konuna andaða við hægri hliðina. Ég sit þar. En… ég stend. Ég stend fastur á því að ég mun ekki falla og rúlla niður göturnar rétt eins og bréfið sem átti að fara til ömmu minnar. - Kexi

Uppþornuð augu (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég græt. Ég græt flóði innan við skinnið á mér. Ofvaxnir tómatar á bananahýðum við Bombai. Ég finn ullina strjúkast við dýnuna og tárin breyðast út á koddanum. Ég er tilfinningaríkur en þó ekki ríkur. Ég skil ekki hvernig mér líður. Því ég á mér uppþornuð augu sem vilja opna hlið af vatni. tIlFiNnInGaR… - Kexi

Súrrealískt (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Allt er ótrúlegt. Konan segir honum að halda sér burtu frá salerninu. Samt stendur hann enn fyrir utan… … bankið á hurðina verður smám saman eins og jarðskjálfti. Uppnöfn. Hóra, tussa. Allt er furðulegt. Hús í rúst. Rifinn sófi - stofa. Salerni úti í gráu horni. Hún finnur fyrir jarðskjálftanum að utan. Þó hún geti það ekki sjálf - finnur hún fyrir litlu stelpunni inni í sér æpa með manneskjuna sem veldur jarðskjálftanum INNI í sér fyrir tuttuguogfimm árum Sama upplifun. Allt er súrrealískt. - Kexi

Pirrandi (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Síminn hringir. Bjallan hringir. Bílar keyra. Útvörp heyra. Skór ganga. Ljósakrónur hanga. Ég er borgarbarn. Ekkert er pirrandi. - Kexi

Sjón blinds manns (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Allt er svart. En hvað veit ég? Allt er hvítt. En hvað veit ég? Ég er ekki blindur. En hvað veit ég? - Kexi

Rauð ljós (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Það er eins og eldurinn sé í nánd. Á jólunum tíðkast sá siður, að bak við fólk og köld kliður… leynast rauð ljós. Úti er umferðarniður. - Kexi

666 (8 álit)

í Dulspeki fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Korkaefni — ég hef lengi verið að spá í hvaðan þessi tala er upprunnin og hví hún sé alltaf kölluð “tala djöfulsins” eða e-ð slíkt… getur einhver gefið mér upplýsingar??

The killer eskimó (0 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Sagan um the killer eskimó er upphaflega eftir mig og vin minn Árna. En hér ætla ég að skrifa niður sögu um náungann með vini mínum gvendurf (sem er hér á huga :) — Það var köld og blaut nótt (en hverjum er ekki drullusama?) Lalli lögga hafði verið á eftir “the unknow guy who killed this bunch of people but wears these eskimó-clothes” eins og löggurnar kölluðu hann. Eða bara the killer eskimó. Lalli lögga hafði tekið eftir því að the killer eskimó hafði aðallega verið á eftir chokkóum og...

Í sambandi við Phoebe... (8 álit)

í Gamanþættir fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Í jólaþættinum í 9. seríu þegar Chandler var í Tulsa og þau hringdu öll í hann til að segja gleðileg jól. Þau sögðu öll gleðileg jól NEMA Phoebe sem að sagði eikkva Blableblíblú… I mean… what happened there??? Ég vil líka Bachelor/ette áhugamál :P:)

Skjár1 og endursýningar (1 álit)

í Sjónvarpsefni fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Djöfull finnst mér leiðinlegt þegar ég stilli á Skjá1 og ég sé að þetta er þáttur sem að er sýndur í 3 skiptið. Málið er aðallega með íslenska þætti held ég en erlendir eru bara endursýndir einu sinni (eða oftar, veit ekki). Svo eru þeir að sýna þætti sem að hafa verið sýndir 11 sinnum fyrir svona mánuði og sýna þá aftur og aftur. Persónulega finnst mér þetta mjöööög pirrandi. Og svo í Óstöðvandi tónlist eru lög tekin úr Jay Leno og spiluð eins og þau séu myndbönd. Lame. Er svona alvarlegur...

Galdrar (3 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 12 mánuðum
“Ný regla hefur komið upp, að allar þær manneskjur sem að eiga sér þann möguleika að geta galdrað… verða brenndar lifandi!” Enginn veit virkilega hver sagði þessa setningu… enda var ég að semja hana á staðnum… Fólkið sat í hring. Stól eftir stól… frá Magnúsi til Kristjáns fann fólkið straumana á milli þeirra í stóra hvíta salnum með nokkrum málverkum eftir Kjarval hangandi á veggnum. Sigurður var að hugsa um hvort hann ætti að segja hinum manneskjunum í hringnum hvað hann hafði verið að...

Litla dimma herbergið með ljósaperuna hangandi (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Hver er ekki hræddur? Hver er ekki hræddur við litla, dimma herbergið, með litlu, daufu ljósaperunni, hangandi niður í djúpt myrkrið? … öskrið bergmálar um litla, dimma herbergið. Einhver kveikir ljósið. “Hættu þessu bölvaða bulli! … ég er ekki hræddur við neitt…” … afhverju titrar þá röddin þín? - Kexi

Íslendingar of sigurvissir (0 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Það gerist oft (ömurlegt en satt) að Íslendingar verði of sigurvissir. Ég gæti talið upp dæmi en þá væri ég að telja upp eiginlega öll lögin sem send hafa verið í þessa keppni. Íslendingar eru alltaf svo vissir um að þeir eigi eftir að vinna… þeir hlaupa út á engi eins og hirtir, beint fyrir framan veiðimennina með rifflana og bíða eftir að verða skotnir niður. Verða svo geðveikt heartbroken vegna tapsins því þeir allan hugann við að vinna. Vandamálið er að innan um svona náunga, þá verður...

L_y_k_i_l_l (1 álit)

í Sorp fyrir 21 árum
erþaðekki? Efværirtilíaðlesaafturogafturværirmeðenguað tapaþessagrein sens! að þessa þú í mína meika þú grein heila líf aftur myndi laus inu og hún hálf nema afturnema viti lesa …það er einn stór lykill að sorpi lífsins…

Sérþættir með Joey!!! (10 álit)

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
MattLeBlanc, eða Joey Tribbiani (eins og flestir þekkja hann) er í samningarviðræðum við framleiðendur þáttanna Friends. Nýbúið er að koma fram að allir “krakkarnir” í þáttunum eru búnir að fallast á að koma fram í 10 seríunni, en fá þó slatta mikið af monníngum beint í vasann. Þó er sagt að þetta verði síðasta þáttaröðin með Vinunum okkar, og ég er ekki viss um að margir séu ánægðir með það. En nú geta margir tekið gleði sína á ný, því að LeBlanc er að hugleiða það að leika í sérþáttum,...

Hálfgerður, íslenskur Potter! (0 álit)

í Bækur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég bíð spenntur eftir því að bókin um Georg Irons kemur út einhverntímann á næsta ári. Þessari bók hefur verið lýst sem svona íslenskur Harry Potter, en höfundar bækurinnar eru ekki á sama máli. Einu upplýsingar sem fengnar hafast um þessa bók eru að drengurinn fer til himna, en reynir að rannsaka dauða sinn. Nátturulega kemur helvíti til sögunnar og hefst hin “týpiska” barátta góðs og ills. Örugglega lífleg saga þar á ferð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok